Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 36

Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 36
Michael DeBakey segja að hún hafi verið mjög verðugur félagi og samkeppnisaðili Johns Goodwins í London á þessum tíma. Mikilvægustu fundirnir hjá okkur læknunum á Hammersmith Hospital voru kallaðir staff round og voru þeir haldnir einu sinni í viku. Þessir fundir vöktu blendnar tilfinningar hjá okkur unglæknunum. Við vorum allir logandi hræddir við að kynna sjúkdómstilfelli á þeim en vildum það auðvitað líka og sóttumst eftir því. Á einum slíkum fundi var kynntur sjúklingur með langvinnt gáttatif og hraðan takt. Celia Oakley, þessi rauðhærða stelpa, stakk upp á því að hjartabilun sem þessi maður hafði stafaði af gáttatifinu. Við vitum í dag að það er náttúrulega mjög raunhæft og rétt að hröð ókontroleruð atrial fibrillation getur valdið hjartabilun og sjúkdómsástandi sem líkist hjartavöðvasjúkdómi. Þetta var aftur á móti algjörlega ný hugmynd þá og Sir Christopher Booth sem var yfirmaður á medicine sagði að við værum nú ekki hér saman komin til að hlusta á svona „Alice-in- Wonderland-talk“. Það kom auðvitað í Ijós á næstu árum að Oakley hafði rétt fyrir sér. Seinna átti ég svo eftir að hitta þau bæði saman á fundi í Royal College of Physicians og gat þá riþað upp þessa sögu. Ég hef sjaldan séð mann roðna eins í hársrætur eins og Sir Christopher gerði þá en Celia hló hjartanlega." „Annar eftirminnilegur maður er yfirmaðurinn á hjartakirurgiunni í Houston, Texas, sem réði þar öllu þegar ég var þar við nám. Hann hét Michael DeBakey og var langfrægasti hjartaskurðlæknir Bandaríkjanna á þessum tíma. Hann fann t.a.m. upp hina færanlegu herspítala sem fyrst voru notaður í Kóreustríðinu og margir kannast við úr sjónvarpsþáttunum M*A*S*H. DeBakey var algjör vinnualki. Hann var með 12 skurðstofur hlið við hlið og fór á milli og gerði á hverri stofu það sem hann mat vera mikilvægasta hluta hverrar aðgerðar. Hann stóð affur á móti aldrei í neinum undirbúningi eða húðsaumi eða neinu slíku. DeBakey var á þessum tíma giffur ungri konu og var sambúð þeirra ansi sérstök. Hann svaf ekki nema svona fjóra til fimm tíma á nóttunni og var alltaf farinn að heiman í vinnuna áður en hún vaknaði. Síðan vann hann fram eftir kvöldi þannig að þegar hann kom heim þá var hún sofnuð. Hún gat því aldrei náð tali af honum eða ráðgast við hann um nokkurn skapaðan hlut. Henni varð það að lokum að ráði að láta leggja sig inn á spítalann svo karlinn neyddist til að tala við hana á stofugangi. Sem dæmi um það hvað DeBakey réði miklu má nefna að þegar ég kom á spítalann hafði prófessorinn í lyflæknisfræði nýlega verið rekinn af DeBakey fyrir að tala ógætilega um hjartaskurðlækningar. Þessi maður hét Laurence Lamb og var mjög þekktur maður. Hann fann bækurnar sinar frammi á gangi fyrir framan skrifstofuna sína svo skilaboðin voru skýr. DeBakey er raunar enn þá á lifi og verður 100 ára síðar á þessu ári. Fyrir tveimur árum var hann skorinn vegna ósæðarflysjunar og var þá m.a. sagt frá því í New York Times. Hann er ekki bara langelsti maður sem hefur verið skorinn upp við ósæðarflysjun heldur var hann skorinn með aðferð sem hann mótaði sjálfur 50 árum áður. í veikindunum var hann að undirbúa fyrirlestur sem hann ætlaði að halda i háskóla og er enn þá störfum hlaðinn í dag.“ Tölvuvæðingin er bylting en tölvukerfin þurfa að vera góð Á löngum starfsferli hefur Þórður upplifað gríðarlega miklar breytingar og framfarir innan læknisfræðinnar og okkur lék forvitni á að vita hvaða breytingar hann telur þar vera mikilvægastar og hverju hann spáir fyrir um þróunina í náinni framtíð. „Það eru náttúrulega tæknilegar framfarir sem mér hljóta að detta fyrst í hug. Þær eru langstærstu tíðindin og það sem stendur þar upp úr er annars vegar tölvuvæðing og upplýsingatæknin og hins vegar framfarir í myndgerð. Þvi miður höfum við kannski ekki ratað bestu götuna hér á spítalanum hvað þessi mál varðar. Við höfum tekið upp tölvukerfi sem eru gölluð eins og allir þekkja sem við þau hafa þurft að notast. Þessi kerfi eru ekki heildstæð og það hefur reynst erfitt að lappa upp á þau. Við þurfum að hafa heildstæð tölvukerfi fyrir sjúkraskrár, rannsóknir, röntgen, lyfjagjafir o.s.frv. og þarna er talsvert verk að vinna. E.t.v. hefðum við getað keypt slík tölvukerfi sem eru notuð erlendis, t.a.m. á VA spítölum vestanhafs. Þar eru til afburðagóð heildstæð tölvukerfi. Af öðrum sviðum má t.d. nefna að mjög stórstígar framfarir hafa orðið í lyfjaþróun og lyflækningum og við erum kannski réttaðsjábyrjuninaáþeim. Viðeigum von á því á næstu árum að sjá lyf sem verða miklu beinskeyttari. Þá á ég við lyf sem beinast að vel skilgreindum sjúklingahópum t.d. sjúklingum sem hafa ákveðin gen eða genamynstur. Við eigum líka eftir að geta spáð betur fyrir um hvaða sjúklingar eru líklegir til að fá aukaverkanir af lyíjum og þess háttar.“ Landspítalinn sem stofnun innan Háskólans? Við inntum Þórð eftir því hvaða úrbætur megi gera á læknanáminu og hvaða leiðir séu að hans mati bestar til að efla læknadeild. Það stendur ekki á svörum og ljóst að Þórður hefur stórar, framsýnar og jafnvel byltingarkenndar hugmyndir um framtíð deildarinnar, Háskólans og spítalans og sambandið þeirra á milli- „Ég er alveg viss um að það er hægt að bæta námið með ýmsum hætti. Mér finnst það of bútakennt og hefði viljað sjá meira samhengi í því. Menn byrja á einu viðfangsefni, taka síðan próf og ljúka þeim áfanga. Þetta fyrirkomulag stuðlar ekki að því að menn tileinki sér efnið til lengri tíma. í kjörheimi hefði ég jafnvel viljað sjá að það færi fram einhvers konar gæðaeftirlit eða prófun í lok læknanámsins sem tæki til skilnings á öllum grunngreinum 36 Læknaneminn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.