Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 86

Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 86
sjúkdómnum. Reykingar, ættarsaga, há blóðfita og offita eru áfram áberandi áhættuþættir hjá þessum hópi. Auknar forvarnir gegn reykingum hjá yngri aldurshópum og betra eftirlit með ungu fólki gætu verið leiðir til þess að lækka nýgengi sjúkdómsins. Auk þess þarf að hvetja til heilbrigðra lífshátta, bæði hvað varðar hreyfingu og mataræði strax á yngri árum. Algengi, stigun og árangur meðferðar við bráðum verkjum hjá 718 sjúklingum eftir skurðaðgerðir á Landspítala-háskólasjúkrahúsi Þorbjörn Jónssonl, Gísli H. Sigurðsson2, Sigurbergur Kárason2 lLæknadeild Háskóla Islands, 2Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala- háskólasjúkrahúss Inngangur: Verkir eftir skurðaðgerð er þekkt vandamál sem getur haft áhrif á tíðni fylgikvilla og afdrif sjúklinga. Þrátt fyrir aukna áherslu á meðferð verkja eftir skurðaðgerðir undanfarin ár hafa rannsóknir sýnt að talsverður hluti sjúklinga sem gangast undir aðgerð upplifir talsverða til mikla verki einhvern tíma á bataferlinu eftir aðgerðina. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna algengi og alvarleika bráðra verkja fyrsta sólarhringinn eftir skurðaðgerð og árangur verkjameðferðar á vöknunardeildum Landspitala-háskólasjúkrahúss (LSH). Aðferð: Framsýn gæðakönnun. Allir sjúklingar, 18 ára og eldri, sem lögðust inn á dagvinnutíma á vöknunardeildir LSH í Fossvogi og á Hringbraut (að kvennadeild undanskilinni) á 7 vikna tímabili frá 12. mars til 4. maí 2007 voru teknir með í rannsóknina. Á vöknun voru þeir beðnir um að áætla verki út frá visual analogue scale (VAS skala) við komu, 2 og 4 tímum síðar (ef þeir dvöldust svo lengi), við útskrift af vöknun og morguninn eftir á legudeild. Einnig voru skráðar upplýsingar úr svæfingaskýrslu og spurt um álit þeirra á veittri meðferð á vöknunardeild. Niðurstöður: Fjöldi sjúklinga var 718 (karlar 54%, konur 46%, meðalaldur 55 ár, miðgildi ASA flokkunar 2). Lengd aðgerðar var að meðaltali 66 mín og svæfingar 95 mín. Meðaldvöl á vöknun var 4 klst. Algengustu aðgerðir voru bæklunar- (25%), kviðarhols- (19%), þvagfæra- (15%), HNE- (15%) og heila- og tauga aðgerðir (10%), aðrar voru færri. Algengi og stigun verkja eftir aðgerð má sjá í töflu hér að neðan: Verkir Við komu Eftir 2 klst Eftir 4klst Við för á deild Eftir 24 klst Alvarlegir (VAS 8-10) 77(11%) 20 (3%) 8(1%) 1 (0,1%) 24 (3%) Talsverðir (VAS4-7) 178 (25%) 133(19%) 34 (5%) 55 (8%) 156 (22%) Litlir/engir (VAS 0-3) 433 (60%) 286 (40%) 111 (15%) 226 (31%) 306 (43%) Ekki skráð 30 (4%) 279 (39%) 565 (79%) 436 (61%) 232 (32%) Konur höfðu meiri verki en karlar við komu á vöknun (p<0,05). Tegund aðgerðar hafði marktæk áhrif á verki (p<0.001). Ekki voru marktæk tengsl á milli alvarleika verkja við komu og lengd dvalar á vöknun. Af477 aðspurðum voru 84% mjög ánægðir með meðferð á vöknunardeild, 14% þokkalega ánægð en 3% ekki. Umræða: Við komu á vöknun upplifa 33% sjúklinga talsverða til alvarlega verki en þetta hlutfall lækkar mjög hratt á meðan dvöl á vöknun stendur og er einungis 8% við útskrift á deild. Það hækkar þó daginn eftir og er komið í 25% á legudeild. Þessar niðurstöður virðast sambærilegar, eða heldur betri, en nýlegar erlendar rannsóknir sýna en samanburður er þó erfiður þar sem tímapunktur mælinga er misjafn. Árangur verkjameðferðar á vöknun eftir skurðaðgerð er mjög góður, yfir 90% sjúklinga með enga eða litla verki við útskrift á legudeild, enda eru yfir 95% sjúklinga ánægðir með dvölina þar. Rétt er að huga að því hvernig fækka skuli í hópi sjúklinga með talsverða og alvarlega verki strax eftir skurðaðgerð og á legudeildum eftir útskrift af vöknun. Ógleði og uppköst hjá 718 sjúklingum eftir svæfingu og aðgerð á Landspítala- háskólasjúkrahúsi Helga Tryggvadóttirl, Sigurbergur Kárason2, Gísli H. Sigurðsson2 lLæknadeild Háskóla íslands, 2Svæfinga- og gjörgæsludeild Land- spítala-háskólasjúkrahúss Inngangur: Ógleði og uppköst eftir aðgerðir (postoperative nausea and vomiting, PONV) eru algengt vandamál. Rannsóknir hafa sýnt að 20-30% sjúklinga þjást af slíkum einkennum eftir aðgerð og svæfingu þrátt fyrir framfarir sem orðið hafa á meðferð síðastliðna áratugi. Ógleði og uppköst eftir aðgerðir valda sjúklingum mikilli vanlíðan, og geta valdið alvarlegum fylgikvillum og lengdum legutíma á vöknun og legudeildum. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni ógleði og uppkasta á sólarhringstímabili eftir aðgerðir á Landspítala háskólasjúkrahúsi, bera saman við erlendar rannsóknir og varpa ljósi á meðferð. Aðferð: Framsýn gæðakönnun á vöknunardeildum Landspítala- háskólasjúkrahúss (LSH) við Hringbraut og í Fossvogi. f úrtaki voru allir sjúklingar (>18 ára) sem gengust undir val- eða bráðaðgerð á sjúkrahúsinu á dagvinnutíma virka dagafrál2.marstil4.maí2007ogfengu meðferð á vöknunardeild í kjölfarið (að kvennadeildarsjúklingum frátöldum). Sjúklingarnirvorubeðnir um að segja til um ógleði við komu a vöknun, á tveggja klukkustunda fresti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.