Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 12
Ur völundarhúsi valdsins
hugrenningar iæknanema
Oddur Þórir Þórarinsson
5. árs læknanemi
Inngangur
„Cogito, ergo sum” eða „Ég
hugsa, þess vegna er ég til” mælti
franski heimspekingurinn og
stærðfræðingurinn René Descartes2
á 17. öld. Descartes hefur haft
ómæld áhrif á sálfræði, heimspeki,
rökhyggju og gervigreindarfræði
nútímans. Ástæðan er líklega sú
að hann mótaði, eða bjó jafnvel til,
viðteknar og alþýðlegar hugmyndir
fólks um eðli hugsunar, líkama, sálar
oghugmynda. Þannighefurefahyggja
hans orðið mörgum hugsuðum og
í raun mannkyni öllu hvatning til
að leita svara við ótal spurningum3
. Þetta mannlega eðli sem kalla má
þekkingarfræðilega bjarghyggju
(e. foundationalism) hefur síðan
lagt grunninn að því samfélagi sem
við byggjum í dag. Samfélagi þar
sem kenningar raunvísindanna og
óþrjótandi löngun í að rannsaka
áþreifanlegar staðreyndir í bland
við hugvísindi ýmiss konar hafa
skapað fjölþætt, flókið, síbreytilegt
en jafnframt spennandi samfélag.
Hornsteinn þessa mannlega
samfélags er líf fólks og heilsa.
Enda hafa sjúkdómar, vanheilsa og
dauði orðið vísindamönnum og
hugsuðum mikið íhugunarefni allt
frá því að sögur hófust. Læknisfræði
hefur þannig í raun fylgt mannkyni
frá upphafi, þó augljóslega hafi
hún verið frumstæð framan af. í
Egyptalandi að fornu voru læknar
sérfræðingastétt, sem aðeins
læknuðu sérgreindan líkamshluta.
Elsta þekkta rit um læknisfræði er
egypsk papýrusörk frá 1950 fyrir
Krist. Læknisfræðileg þekking kom
frá Egyptalandi og Mesópótamíu
inn á gríska menningarsvæðið og
barst þaðan til Rómarveldis. Grikkir
voru þekktustu læknar fornaldar,
enda héldu kenningar þeirra og
læknisráð velli í Evrópu í nærri 2000
ár. Athyglisvert er að fyrstu grísku
læknarnir álitu ekki nauðsynlegt að
rannsaka sjúklinga. Að þeirra áliti
var sjúkdómur og góð heilsa trúarlegt
eða heimspekilegt viðfangsefni
fremur en líkamlegt.
Læknadeild Háskóla fslands
Nám í læknisfræði á íslandi hvílir
á gömlum merg. Árið 1759 lauk
Bjarni Pálsson læknaprófi við
Kaupmannahafnarháskóla4, fyrstur
Islendinga, og var skipaður í embætti
landlæknis þegar það var stofnsett
18. mars 1760. Skyldi hann m.a.
kenna læknanemum og svo gerðu
eftirmenn hans einnig þar til ákvæði
um innlenda læknakennslu var
afnumið úr erindisbréfi landlæknis
árið 1824. Jón Hjaltalín sem varð
landlæknir 1855 hóf baráttu fyrir
innlendum læknaskóla. Árið 1861
samþykkti Alþingi, að forgöngu
hans, tillögu um heimild til að halda
uppi læknakennslu til prófs sem
veitti lækninga- og embættisréttindi
hérlendis. Veitti konungur heimild
til þess 1862 og þar með hófst
læknakennsla á íslandi sem staðið
hefur óslitið síðan. Læknaskóli
tók formlega til starfa í Reykjavík
haustið 18765. Þegar Háskóli
íslands var svo stofnaður árið
1911 varð Læknaskólinn ein af
deildum hans. Þróun kennslu við
læknadeild Háskóla fslands varð
síðan í takt við þær stórstígu tækni-
og vísindaframfarir sem urðu á fyrri
hluta 20. aldarinnar. Þegar kom
fram á 8. áratug aldarinnar var hins
vegar ásókn stúdenta í læknanám
orðin svo mikil að nauðsynlegt
reyndist að takmarka íjöldann við
eitthvert annað viðmið en eingöngu
lágmarkseinkunn. Var kerfi
samkeppnisprófa, numerus clausus,
tekið upp á þeim tíma. Hélt þetta
kerfi sér í öllum aðalatriðum þar til
bylting varð á bæði inntökuskilyrðum
og skipulagi kennslu við deildina
haustið 2003.
Afar lítið hefur verði fjallað um
markmið, tilgang og framkvæmd
þeirra breytinga sem þar áttu sér
stað og er það skoðun undirritaðs að
í besta falli sé óljóst um árangur af
þessumbreytingum. Erþað jafnframt
skoðun undirritaðs að forvígismenn
þessarar umfangsmiklu byltingar
á læknanámi á íslandi hafi komist
upp með gagnrýnislaust hjal um
gæði þessara breytinga án þess að
færð hafi verið viðhlítandi efnisleg
rök fyrir þeim skoðunum sem þar
eru settar fram6. Haustið 2003 hófu
48 stúdentar nám í læknisfræði
við læknadeild Háskóla íslands að
undangengnu inntökuprófi og er
þar um að ræða fyrsta árganginn
12
Læknaneminn