Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 56

Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 56
Aðrir réttisinaáverkar eru saumaðir með þræði sem eyðist ekki (Ethilion 4.0) að hætti Bunell, Kessler eða Madrass. Jafnframt er settur saumur (PDS 5.0) í kantana. Úlnliður er gipsaður í réttu með hnúaliði í vægri beygju og mið- og fjærliði beina í 4 vikur. Næstu 2 vikur er hreyfiþjálfun án teljandi álags beitt. Hægt er að gera að flestum réttisinaáverkum í staðdeyfingu á sáraherbergj um. Oftast næst þokkaleg blóðstilling með því að nota adrenalín í deyfingu en stundum þarf að nota stasa. Ef pinna þarf liði þarf einnig aðgang að röntgenskyggningu. Taugaáverkar: Við sáráverka á framhandlegg eða hendi þar sem ætla má að taug sé sködduð þarf að skoða distal status vel með tilliti til viðkomandi taugar. Leita þarf eftir sensorískum og mótorískum brottfallseinkennum. Þurr húð vegna minnkaðrar svitaframleiðslu (skert sudomotorik) getur verið vísbending um taugaskaða. Þegar um er að ræða blandaða taug, mótoríska og sensoríska, er mikilvægt að fá eins anatomíska viðgerð og mögulegt er. Þá er jafnvel reynt að sauma einstaka taugaknippi en annars er oftast saumað í ytra byrði taugarinnar. Eítir viðgerð á skyntaug mega fullorðnir reikna með að fá varnarskyn (snertiskyn, greina að hita og kulda og mun á sljóu og hvössu) á ný. Betri árangur er hjá börnum, sérstaklega innan 10 ára aldurs, og endurheimta þau jafnvel eðlilegt skyn. Hvað varðar vöðvavirkni þá er batinn háður íjarlægð áverkans frá mótor- endaplötu. Vaxtarhraði taugar er 1 mm á dag. Vöðvinn rýrnar á meðan hann er án ítaugunar og getur verið um óafturkræfan skaða að ræða. Helst þarf að gera að taugaáverkum á fyrsta sólarhring. Stundum er þörf á taugagrafti, oftast n. suralis eða húðtaugar frá framhandlegg (n. cutaneus antebrachii). Fingurtaugar eru saumaðar allt að fjærliðum en oftast má reikna með að neðan (distalt) við miðlið liggi taugaendar saman í skurðum sem falla vel saman og er þá ekki þörf á taugasaum. Fyrir utan skyntap og skerta vöðvavirkni má reikna með vandamálum til dæmis vegna taugahnoða (neuroma) og kuldaóþols. Staðsetningarskyn getur brenglast og upplifunin orðið lík því að mósaíkmynd hafi verið raðað vitlaust saman. Fingurtaugar er vel mögulegt að sauma á sárastofum slysadeilda með fínum þræði (9.0 Ethilon). Það krefst þó annaðhvort góðrar sjónar eða vana í að vinna með stækkun. Hins vegar þarf að gera að taugaáverkum hærra uppi á skurðstofu þar sem oftast er um meiri frílögn að ræða, auk þess sem nauðsynlegt er að vinna í blóðtæmi og stasa. Þá þarfað svæfa sjúklinginn eða leggja deyfingu til dæmis í holhönd í plexus axillaris. Einnig er vert að nefna að í völdum tilfellum getur sjúkraþjálfun samkvæmt ákveðnu prógrammi (sensory re- education) skilað vissum árangri. Þrýstingsheilkenni (compartment syndrome): Þrýstingsheilkenni kemur vegna aukinsþrýstingsívöðvakompartmenti sem skerðir blóðflæðið svo að drep verður yfirvofandi. Þá þarf að bregðast skjótt við með því að opna vöðvahólfið vel upp (fasciotomia) og aflétta þrýstingnum. Þetta getur stafað af bjúg, blæðingu eða ytri þrýstingi eins og t.d. gipsi. Getur komið í kjölfar brota, mjúkveþaáverka, bruna eða við langa legu í djúpu meðvitundarleysi (t.d. vegna áfengis- eða lyfjanotkunar). Vöðvahólfið spennist upp ogþessu fylgj a mj ög sárir verkir og bólga. Virk og óvirk hreyfing viðkomandi vöðva verður mjög sár. Hægt er að gera þrýstingsmælingu ef greining er óljós. 30-40 mmHg þrýstingsaukning í vöðvahólfi bendir til þrýstingsheilkennis. Missir á fingri/hendi Missir á fingri eða hendi er mjög fjölbreyttur áverkaflokkur. Því er ekki hægt að gera grein fyrir meðferð á slíku í stuttu máli en hér er einkum horft á áverka á fingrum. Þegar um er að ræða áverka á fjærkjúku án teljandi beináverka er oft best að gera sem minnst. Það gefur góðan árangur hvað varðar útlit, skyn og form fingurgóms. Þverlæg sár þar sem hluti mjúkvefja er farinn og það vantar húðþekju yfir hluta fingurs eða handa gróa iðulega mjög vel frá köntunum. í fingurblokki og með fingurstasa er sár þrifið á sárastofu og búið um með grisjum sem síður festast í því (Jelonet, Mepithel o.s.frv.) og kompressum. Rétt er að íhuga spelku á fingurinn í byrjun sem verkjameðferð, einkum hjá börnum. Ef um verulega óhrein sár er að ræða eða jarðvegssmit getur verið ástæða til sýklalyfjameðferðar og þarf að muna eftir stífkrampa þegar við á. Þegar lítið vantar á húðþekju eru sárin oft gróin á 1-2 vikum og er þá ekki ástæða til annarrar meðferðar en að skipta á umbúðum eftir þörfum. Hins vegar ef þekju vantar yfir stóran hluta fingurgóms getur gróandi tekið þess vegna 6 vikur. Þá er meðferð með zinkplástri valkostur en zink flýtir fyrir gróandanum. Þegar sú leið er farinn þá eru upphafsumbúðir fjarlægðar eftir 2-4 daga þegar helsta blæðingin er yfirstaðin. Klipptur er passlegur bútur af plástrinum og lagður á sárið. Mikilvægt er að zinkplásturinn leggist á hreinan sárbeð án teljandi hrúðurs. Meðan vessar frá sári er best að skipta daglega um umbúðir og hreinsa sár. Þegar mesta viðkvæmnin er gengin yfir getur sjúklingurinn oftast tekið sjálfur að sér að sinna skiptingum. Húðgraftur (splitt- skinn eða fullhúðarþykkt), stytting á beini til að ná að sauma húð í húð og flipaplastik (V til Y) eru dæmi um aðra meðferðarmöguleika þegar um missi á mjúkvefjum með vöntun á húðþekju án teljandi beináverka er að ræða. Ávinningur af slíku er þó oft lítill hvað varðar gróandatíma og ýmsir fylgikvillar geta verið til ama í kjölfarið. Áverkar þar sem fingurgómur er að mestu af, bein, beygjusinin og festa hennar liggur ber og undirhúðarfitu vantar er nánast útilokað að grói frá köntum. Ef slíkt sár næði að gróa frá köntum eða ef það væri þakið með húðgrafti yrði útkoman húð sem væri fastnjörvuð niður á bein ogþá vantaði stuðpúðavirkni fingurgómsins. Það er ómögulegur fingurgómur og gripflötur. Til að fá þekju með bæði húð og undirhúðarfitu þarf fleira að koma til. Krossaður fingurflipi (stilkaður flipi frá aðlægum fingri) getur verið góður valkostur. Þá er húð og undirhúðarfitu lyft frá aftanverðri (dorsalt) miðkjúku næsta fingurs en látið halda tengingu við tökustaðinn með stilk sem tryggir blóðrás á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.