Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 88

Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 88
Aukið nýgengi nýrnafrumukrabbameins skýrist því ekki af tilfellum greindum við krufningu. Nýrnafrumukrabbamein á fslandi 2001-2005 Helga Björk Pálsdóttirl, Vigdís Pétursdóttir2, Sverrir Harðarson2,l, Eiríkur Jónsson3,l, Guðmundur V. Ein- arsson3, Tómas Guðbjartsson3,l lLæknadeild Háskóla Islands, 2rannsóknarstofa LSH í meinafræði, 3þvagfæraskurðdeild Landspítala háskólas- júkrahúss Inngangur: Nýrnafrumukrabbamein er langalgengast illkynja æxla í nýrum. Á síðustu árum hefur nýgengi þess aukist hér á landi og er nú með því hæsta sem gerist í heiminum. Þessi hækkun á nýgengi hefur að hluta verið skýrð með tilviljanagreindum æxlum vegna tilkomu aukinnar notkunar á tölvusneiðmyndum og ómskoðunum við uppvinnslu sjúkdóma í kviðarholi. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni tilviljanagreiningar á fimm ára tímabili, 2001-2005, og bera saman við fyrri rannsóknir hér á landi. Einnig að kanna áhrif tilviljanagreiningar á æxlisstærð, gráðun og stigun æxlanna. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturvirk og nær til allra einstaklinga sem greindust með nýrnafrumukrabbamein á Islandi á árunum 2001-2005. Hún er hluti af stærri rannsókn á nýrnafrumukrabbameini á íslandi. Nöfn sjúklinga fengust úr Krabbameinsskrá og klínískar upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám og vefjafræðiskrá rannsóknarstofu LSH í meinafræði. Litið var sérstaklega á tilviljanagreind æxli og þau borin saman við æxli greind vegna einkenna. Með tilviljanagreiningu er átt við nýrnafrumukrabbamein sem greinast við rannsóknir á einkennum eða sjúkdómum ótengdum meininu. Athugaður var aldur ogkyn sjúklinga, æxlisstærð, vefjagerð, Fuhrman gráða og TNM-stigun æxlis. Þessar upplýsingar voru síðan bornar saman við eldri rannsóknir, þ.e. sjúklinga greinda 1971-2000. Niðurstöður: Alls greindust 212 sjúklingar á rannsóknartímabilinu, þar af 130 karlar og 82 konur. Meðalaldur sjúklinga við greiningu var 64,4 ár. Af þessum 212 sjúklingum greindust 132 vegna einkenna (62%), þar sem verkir í kvið/síðu (52%) og bersæ blóðmiga (42%) voru algengustu einkennin. Hinir 80 sjúklingarnir greindust fyrir tilviljun (38%), oftast vegna tölvusneiðmyndatöku og ómskoðunar. Tilviljanagreining jókst á tímabilinu, eða frá 29% árið 2001 í 51% árið 2005. Æxli greind við tilviljanagreiningu voru minni, eða 5,6 cm samanborið við 7,6 cm í mesta þvermál. Tilviljanagreindu æxlin voru á lægri stigum (68% á móti 34% á stigum I+II) og gráðun (82% á móti 53% á gráðu I+II) en æxli greind vegna einkenna. Ályktun: Tilviljanagreining nýrnafrumukrabbameins er vaxandi hér á landi og á síðustu árum greindist allt að helmingur fyrir tilviljun. Þetta skýrist að mestu leyti vegna aukningar á tölvusneiðmyndatöku í kviðarholi, en 53% tilviljanagreindu æxlanna voru greind með þessum hætti. Tilviljanagreindu æxlin eru á lægri stigum og gráðu en vefjagerð er sambærileg. Þessar niðurstöður eru mjög áþekkar eldri rannsóknum hér á landi en ljóst er að aukning í tilviljanagreiningu er ekki eins hröð og hún hefur verið síðasta áratug. Botnlangabólga í börnum - Einkenni, greining og meðferð Hjörtur Haraldssonl, Þráinn Rósmundssonl,2, Kristján Óskarssonl,2, Jón Gunnlaugur Jónassonl,3, Ásgeir Haraldssonl,2 lLæknadeild Háskóla Islands, 2Barnaspítali Hringsins á LSH, 3Rannsóknastofa í meinafræði á LSH. Inngangur: Botnlangabólga er mjög algengur sjúkdómur og getur reynst lífshættulegur ef ekki er brugðist skjótt og rétt við. Gjarnan er talið eðlilegt að um 20% botnlanga sem fjarlægðir eru með aðgerð vegna gruns um botnlangabólgu reynist óbólgnir. Litið er á þetta sem ásættanlegt til að takmarka hættuna á að vangreina botnlangabólgu. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna botnlangabólgu barna á tveimur tímabilum á Barnaspítala Hringsins og Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Skoðaðar voru klínískar greiningar og þær bornar saman við meinafræðilegar greiningar. Þá voru klínísk einkenni barnanna skráð sem og rannsóknarniðurstöður, meðferð og afdrif sjúklinganna. Meginmarkmið rannsóknar-innar var að auka þekkingu á botnlangabólgu barna á íslandi. Efniviður og aðferðir: Alls 100 börn (<16 ára) sem fóru í botnlangatöku á Barnaspítala Hringsins á árinu 2006 voru tekin inn í rannsóknina sem og 100 börn frá árinu 1996. Upplýsingum um kyn, aldur, klínísk einkenni, rannsóknarniðurstöður og meðferð var safnað úr sjúkraskýrslum. Einnig var mat skurðlækna á ástandi botnlanga borið saman við mat meinafræðinga. Öll sýni ársins 2006 voru endurskoðuð af nema og matið borið saman við fyrra mat meinafræðinga. Þá var gerður samanburður á niðurstöðum m.t.t. opinna aðgerða og aðgerða með kviðsjá (e. laporoscopy). Loks voru ýmis atriði sem eru notuð til greiningar á bráðri botnlangabólgu athuguð. Tímabilin voru borin saman þegar við átti. Niðurstöður: Álíka hátt hlutfall óbólginna botnlanga var fjarlægt bæði rannsóknarárin, eða 18% árið 2006 og 20% árið 1996. Stúlkur eru marktækt stærri hópur sjúklinga með eðlilega botnlanga (p=0,008) og þeir sem fara í aðgerð með kviðsjá eru nær eingöngu stúlkur. Rof á botnlanga var jafn algengt á báðum árum, 14% hvort árið. Tími frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.