Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 85
hættulegra fylgikvilla. Inngripsminni aðferðir hafa því rutt sér til rúms og
gefið góða raun. Nýleg 64 sneiða tölvusneiðmyndatækni býður upp á betri
myndgæði en eldri tölvu-sneiðmyndatækni. Markmið rannsóknarinnar er
að meta greiningarhæfni (næmi, sértæki, jákvætt og neikvætt forspárgildi)
64 sneiða tölvusneiðmyndatækni til greiningar á kransæðasjúkdómi með
hjartaþræðingu sem viðmið.
Efniviður og aðferðir:
I rannsókninni var lesið á blindaðan hátt úr hjartaþræðingar-myndum og
tölvusneiðmyndum sjúklinga sem gengist höfðu undir báðar rannsóknirnar
sem hluti af rannsókn á endurþrengslum í stoðnetum. Kransæðatrénu var
skipt niður í 16 hluta og greiningarhæfni aðferðanna borin saman fyrir hvern
hluta. Tölfræðileg úrvinnsla var unnin í tölfræðiforritinu SPSS.
Niðurstöður:
Af 69 sjúldingum í rannsókninni voru 13 (18.8%) konur og 56 karlar.
Meðalaldur þátttakenda var 63,2 (SD 10,1) ár. Eftirfarandi áhættuþættir
voru til staðar: háþrýstingur 67%, háar blóðfitur 54%, sykursýki 12% og
ijölskyldusaga 71%. Reykinga-menn voru 22% og fyrrum reykingamenn
48%. Samtals 663 æðahlutar voru rannsakaðir. Af þeim voru 225 (34%)
útilokaðir, 104 vegna stoðneta, 48 vegna truflana af völdum kalks, 41 vegna
hreyfitruflana og 32 þar sem æðin var <1,5 mm í þvermál. Meðaltími milli
tölvusneiðmyndar og hjartaþræðingar voru 6,3 (SD 12,1) dagar. Næmi 64
sneiða tölvusneiðmynda til greiningar marktækra þrengsla (> 50%) var
23%, sértæki 91%, jákvætt forspárgildi 18%, neikvætt forspárgildi 93% og
nákvæmni (accuracy) 85%.
Ályktun:
Hátt neikvætt forspárgildi og hátt sértæki gefur til kynna að tölvusneiðmynda-
rannsókn er gagnleg til að útiloka kransæðasjúkdóm en lágt næmi og jákvætt
forspárgildi sýnir að aðferðin er ekki næm til að greina kransæðaþrengsl.
Lykilorð:
Kransæðasjúkdómur, tölvusneiðmynd af kransæðum, hjartaþræðing.
Brátt hjartadrep á íslandi í einstaklingum 40 ára
og yngri. Nýgengi og áhættuþættir árin 2000-2004,
samanburður við árin 1980-1984
Davíð Egilssonl, Uggi Agnarsson2, Guðmundur Þorgeirsson3„ Thor Aspe-
lund4 og Vilmundur Guðnason5
l,3Læknisfræðiskor, Háskóli íslands, 2,3 Landspítali Háskólasjúkrahús,
4,5Hjartavernd
Inngangur:
Brátt hjartadrep er alvarlegt heilbrigðisvandamál á íslandi eins og
annarsstaðar á Vesturlöndum. Þrátt fyrir að sjúkdómurinn sé fyrst og fremst
í eldri aldurshópum þá leggst hann einnig á yngra fólk. í íslenskri rannsókn
á hópi sjúklinga 40 ára og yngri árin 1980-1984 var nýgengi, áhættuþættir,
staðsetning hjartadreps og ástand kransæða kannað. í olckar rannsókn er
lagt mat á sambærilega þætti fyrir tímabilið 2000-2004 og þeir skilgreindir.
Breytingar á þessum þáttum á milli þessara tveggja tímabila voru kannaðar.
Eins var gerður samanburður á nýgengi og áhættuþáttum við almennt þýði.
MONICA rannsóknarinnar.
Upplýsingar um áhættuþætti
voru fengnar úr sjúkraskrám.
Upplýsingar um staðsetningu
hjartadreps og ástand kransæða
var metið út frá hjartalínuritum,
ómskoðunum, hjartaþræðingum
og/eða niðurstöðum krufninga hjá
þeim einstaklingum sem létust.
Til samanburðar og útreikninga
á nýgengi voru upplýsingar frá
Hagstofu íslands og gagnagrunni
Hjartaverndar notaðar. Við
samanburð á meðaltölum var notast
við students t-test og við samanburð
á hlutföllum var notast við chi-
kvaðrat próf.
Niðurstöður:
Alls uppfylltu 39 sjúklingar
greiningarskilyrði fyrir brátt
hjartadrep á Islandi árin 2000-2004,
30 karlar og 9 konur. Meðalaldur
sjúldinga var 37,2 (± 3,2) ár. Nýgengi
í aldurshópnum 25-40 ára reyndist
0.12/1000/ári árin 2000-2004 en
0.14/1000/ári árin 1980-1984 (p=0.5).
Nýgengi í aldurshópnum 25-74 ára
hefur lækkað marktækt um meira en
helming á milli tímabila (p<0.001).
Dánartíðni meðal karla 25-40 ára
var 0.035/1000/ári árin 2000-2004
en 0.072/1000/ári árin 1980-1984
(p=0.16). Reykingar og ættarsaga
eru mikilvægustu áhættuþættir á
báðum tímabilum. Alls reyndust 94%
sjúklinga reykja eða hafa reykt árin
2000-2004 og 63% höfðu jákvæða
ættarsögu og hafði hlutfall þessara
þátta ekki breyst marktækt frá fyrra
tímabili (p=0.61 og p=0.4). Hlutfall
sjúklinga með þekktan háþrýsting var
28% árin 2000-2004 en 7% árin 1980-
1984 (p=0.03). Hlutfall of þungra
eða of feitra sjúklinga var 68 % árin
2000-2004 og hlutfall sjúklinga með
hátt eða mjög hátt kólesteról var 71%.
Ekki var marktækur munur milli
tímabila á hlutfalli sjúklinga sem
greindir voru með týpu 1 sykursýki.
Kransæðaþrengsli voru yfirleitt ekki
útbreidd og staðsetning hjartadreps
algengast í framvegg og undir-/
bakvegg hjartans.
Ályktanir:
Efniviður og aðferðir: Lítil breyting á nýgengi bráðs
Upplýsingum var safnað afturskyggnt um alla sjúklinga 40 ára og yngri hjartadreps meðal einstaklinga 40 ára
sem fengið höfðu greininguna brátt hjartadrep á rannsóknartímabilinu og yngri vekur upp spurningar hvort
samkvæmtkransæðastífluskráHjartaverndar(MONICAskrá).Einungisvoru ag gert tij ag herjast gegn
tekin til greina gögn þeirra sjúklinga sem fullnægðu greiningarskilyrðum