Læknaneminn - 01.04.2008, Page 85

Læknaneminn - 01.04.2008, Page 85
hættulegra fylgikvilla. Inngripsminni aðferðir hafa því rutt sér til rúms og gefið góða raun. Nýleg 64 sneiða tölvusneiðmyndatækni býður upp á betri myndgæði en eldri tölvu-sneiðmyndatækni. Markmið rannsóknarinnar er að meta greiningarhæfni (næmi, sértæki, jákvætt og neikvætt forspárgildi) 64 sneiða tölvusneiðmyndatækni til greiningar á kransæðasjúkdómi með hjartaþræðingu sem viðmið. Efniviður og aðferðir: I rannsókninni var lesið á blindaðan hátt úr hjartaþræðingar-myndum og tölvusneiðmyndum sjúklinga sem gengist höfðu undir báðar rannsóknirnar sem hluti af rannsókn á endurþrengslum í stoðnetum. Kransæðatrénu var skipt niður í 16 hluta og greiningarhæfni aðferðanna borin saman fyrir hvern hluta. Tölfræðileg úrvinnsla var unnin í tölfræðiforritinu SPSS. Niðurstöður: Af 69 sjúldingum í rannsókninni voru 13 (18.8%) konur og 56 karlar. Meðalaldur þátttakenda var 63,2 (SD 10,1) ár. Eftirfarandi áhættuþættir voru til staðar: háþrýstingur 67%, háar blóðfitur 54%, sykursýki 12% og ijölskyldusaga 71%. Reykinga-menn voru 22% og fyrrum reykingamenn 48%. Samtals 663 æðahlutar voru rannsakaðir. Af þeim voru 225 (34%) útilokaðir, 104 vegna stoðneta, 48 vegna truflana af völdum kalks, 41 vegna hreyfitruflana og 32 þar sem æðin var <1,5 mm í þvermál. Meðaltími milli tölvusneiðmyndar og hjartaþræðingar voru 6,3 (SD 12,1) dagar. Næmi 64 sneiða tölvusneiðmynda til greiningar marktækra þrengsla (> 50%) var 23%, sértæki 91%, jákvætt forspárgildi 18%, neikvætt forspárgildi 93% og nákvæmni (accuracy) 85%. Ályktun: Hátt neikvætt forspárgildi og hátt sértæki gefur til kynna að tölvusneiðmynda- rannsókn er gagnleg til að útiloka kransæðasjúkdóm en lágt næmi og jákvætt forspárgildi sýnir að aðferðin er ekki næm til að greina kransæðaþrengsl. Lykilorð: Kransæðasjúkdómur, tölvusneiðmynd af kransæðum, hjartaþræðing. Brátt hjartadrep á íslandi í einstaklingum 40 ára og yngri. Nýgengi og áhættuþættir árin 2000-2004, samanburður við árin 1980-1984 Davíð Egilssonl, Uggi Agnarsson2, Guðmundur Þorgeirsson3„ Thor Aspe- lund4 og Vilmundur Guðnason5 l,3Læknisfræðiskor, Háskóli íslands, 2,3 Landspítali Háskólasjúkrahús, 4,5Hjartavernd Inngangur: Brátt hjartadrep er alvarlegt heilbrigðisvandamál á íslandi eins og annarsstaðar á Vesturlöndum. Þrátt fyrir að sjúkdómurinn sé fyrst og fremst í eldri aldurshópum þá leggst hann einnig á yngra fólk. í íslenskri rannsókn á hópi sjúklinga 40 ára og yngri árin 1980-1984 var nýgengi, áhættuþættir, staðsetning hjartadreps og ástand kransæða kannað. í olckar rannsókn er lagt mat á sambærilega þætti fyrir tímabilið 2000-2004 og þeir skilgreindir. Breytingar á þessum þáttum á milli þessara tveggja tímabila voru kannaðar. Eins var gerður samanburður á nýgengi og áhættuþáttum við almennt þýði. MONICA rannsóknarinnar. Upplýsingar um áhættuþætti voru fengnar úr sjúkraskrám. Upplýsingar um staðsetningu hjartadreps og ástand kransæða var metið út frá hjartalínuritum, ómskoðunum, hjartaþræðingum og/eða niðurstöðum krufninga hjá þeim einstaklingum sem létust. Til samanburðar og útreikninga á nýgengi voru upplýsingar frá Hagstofu íslands og gagnagrunni Hjartaverndar notaðar. Við samanburð á meðaltölum var notast við students t-test og við samanburð á hlutföllum var notast við chi- kvaðrat próf. Niðurstöður: Alls uppfylltu 39 sjúklingar greiningarskilyrði fyrir brátt hjartadrep á Islandi árin 2000-2004, 30 karlar og 9 konur. Meðalaldur sjúldinga var 37,2 (± 3,2) ár. Nýgengi í aldurshópnum 25-40 ára reyndist 0.12/1000/ári árin 2000-2004 en 0.14/1000/ári árin 1980-1984 (p=0.5). Nýgengi í aldurshópnum 25-74 ára hefur lækkað marktækt um meira en helming á milli tímabila (p<0.001). Dánartíðni meðal karla 25-40 ára var 0.035/1000/ári árin 2000-2004 en 0.072/1000/ári árin 1980-1984 (p=0.16). Reykingar og ættarsaga eru mikilvægustu áhættuþættir á báðum tímabilum. Alls reyndust 94% sjúklinga reykja eða hafa reykt árin 2000-2004 og 63% höfðu jákvæða ættarsögu og hafði hlutfall þessara þátta ekki breyst marktækt frá fyrra tímabili (p=0.61 og p=0.4). Hlutfall sjúklinga með þekktan háþrýsting var 28% árin 2000-2004 en 7% árin 1980- 1984 (p=0.03). Hlutfall of þungra eða of feitra sjúklinga var 68 % árin 2000-2004 og hlutfall sjúklinga með hátt eða mjög hátt kólesteról var 71%. Ekki var marktækur munur milli tímabila á hlutfalli sjúklinga sem greindir voru með týpu 1 sykursýki. Kransæðaþrengsli voru yfirleitt ekki útbreidd og staðsetning hjartadreps algengast í framvegg og undir-/ bakvegg hjartans. Ályktanir: Efniviður og aðferðir: Lítil breyting á nýgengi bráðs Upplýsingum var safnað afturskyggnt um alla sjúklinga 40 ára og yngri hjartadreps meðal einstaklinga 40 ára sem fengið höfðu greininguna brátt hjartadrep á rannsóknartímabilinu og yngri vekur upp spurningar hvort samkvæmtkransæðastífluskráHjartaverndar(MONICAskrá).Einungisvoru ag gert tij ag herjast gegn tekin til greina gögn þeirra sjúklinga sem fullnægðu greiningarskilyrðum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.