Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 75

Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 75
ég of stoltur af eyjunni minni litlu að ég sagði þeim nánast alla grunnskóla- íslandssöguna við einföldustu spurningum um Island. Svo sjóaðist ég. Ameríkanar eru mjög kurteisir og ristir hún miklu dýpra en Evrópubúar vilja láta í veðri vaka. Ég lærði fljótt að segja „excuse me“ ef ég svo mikið sem kom i fimm metra radíus frá annarri manneskju. Hitt var miklu erfiðara að ávarpa sérfræðingana sem Dr. Udelsman eða Dr. Lannin, eitthvað sem við erum að góðu laus við í okkar íslenska samfélagi jafningja. Eftir »,pre-rounding“ tók við „rounding" eins og nafnið gefur til kynna. Þá var foringinn mættur (Chief-resident) sem heyrði beint undir sérfræðinginn (the attending). Á minni deild var það Svíi sem heitir Tobias Carling sem tók mig upp á arma sína. Einhvers konar skandínavísk samkennd býst ég við. Honum var ekkert gefið um öll formalítetin og var vanur að biðja skurðhjúkkurnar um „my special candy“ í lengstu aðgerðunum en það var auðvitað snuff munntóbak eins og góðum Svía sæmir. Það var í aðgerð með honum sem ég slysaðist að segja F orðið. Ég hélt um grilljón þræði sem saumað hafði verið í carotis interna æðina í radical neck dissection aðgerð. Þegar ég ætlaði að sleppa saumunum (sem ég hafði haldið um hálfan daginn) voru þeir blóði storknir og fastir við fingurna á mér. Lamina elastica interna hlýtur að vera fjandi elastísk því slagæðin var komin mér í brjósthæð þegar j blóðstorkan sem hélt saumunum lolcs gaf sig. Æðin var heil en F-orðið æði viðeigandi að mínu fljótfærna mati. Sérfræðingurinn bað mig um að vara orðbragðið á skurðstofunni og ég hélt ég yrði sendur heim með fyrsta flugi. Tobias á hinn bóginn kom mér til varnar og taldi sérfræðingnum trú um að ég hefði sagt hið skandínavíska »fokk“ sem væri meira að segja stafað öðruvísi en hið ameríska og þýddi eitthvað allt annað. Ég jánkaði bara °g þagði restina af aðgerðinni með sjö haka í höndunum. Þrátt fyrir kurteisina var samt alltaf stutt í húmorinn hjá sérfræðingunum og sérstaklega með „the Icelandic Thor“ 1 aðgerðinni (en mörgum fannst gríðarlega fyndið að ég héti Þór eins og teiknimyndapersónan, eins og kanar þekkja Þrumuguðinn). Svo var mikið grín gert að litarhætti mínum sem Dr. Udelsman kallaði „the Icelandic tan“. Hann hélt því fram að maður gæti greinilega orðið brúnni af skurðstofuljósinu en íslensku sólinni. Læknanemarnir við Yale eru eldklárir, fjandi ríkir eða sitt lítið af hvoru. Við bjuggum öll saman í dormitory sem háskólinn rekur fýrir erlenda gestastúdenta á aðalgötu New Haven. Hjallinn við St. Jósefsspítala, sem erlendir stúdentar á íslandi gista, bliknar í samanburði við hvítan marmara, gullinnrammaða spegla og flauelsgluggatjöldin í fordyri Temple Street Dormitory fyrir útlendinga. Hver heldur því svo fram að bandaríkjamenn séu xenófóbískir? Annan hvern fimmtudag var svo „happy hour“ á dorminu en amerískir nemar skemmta sér á fimmtudögum, mæta mishressir í skólann á föstudagsmorgni (nóttu) til þess að geta farið heim til familíunnar um helgar eða stúderað á háskólabókasafninu sem er umbreytt dómkirkja. Þótt viðveran á sjúkrahúsinu væri gríðarmikil gafst oft tækifæri til þess að upplifa lffið utan veggja þess hvort sem það var „road trip“ til Martha’s Vineyard eða helgarferð til New York eða Boston. Eftir rúman mánuð á skurðdeild tók við vísindavinna. Ég hafði kynnst yfirmanni brjóstakrabbameinsdeil darinnar í gengum Dr. Gusberg. Sá hét Dr. Lannin og var frá Norður- Karólfnufylki. Saman unnum við að nokkrum rannsóknum sem eru ennþá í gangi. Dr. Lannin var mikill skíðaáhugamaður og átti hús í Killington sem er stærsta skíðasvæði austurstrandarinnar. Eina helgina í mars lánaði hann mér villuna og ég notaði tækifærið til að læra (að detta) á snjóbretti. ísland kom margoft fyrir í umræðunni og flestum fannst landið mjög spennandi. Ég var oftar en ekki spurður hvort ég þekkti „Bjerk“, „Sigurr ross“ eða Dr. Oddsdottir. „Best house-officer I ever had“ sagði einn skurðlæknirinn við mig þegar nafn Margrétar bar á góma og á skrifstofu skurðdeildarinnar er mynd af öllum residentum síðustu ára. Myndin af Margréti er fremst. Dr. Lannin vann mjög oft með innfluttum svæfingarlækni frá Indlandi sem hafði búið í Ameríku í nokkur ár. Sú var mjög heilluð af uppruna mínum og spurði mig einu sinni hvernig væri að búa í snjóhúsi. Ég sagðist búa í tveggja hæða snjóhúsi með svölum og frábæru útsýni. Svæfingarlæknirinn varð forviða. Ég horfi til baka á valtímabilið með vissum söknuði. Ég átti tæpa fjóra frábæra mánuði í landi tækifæranna og kynntist þar mörgum og eignaðist góða vini á campusnum. Tveir þeirra komu í heimsókn til íslands í apríl og héldu ekki vatni yfir landi og þjóð. Næturlífið minntiþááborgarastyrjöld og umhverfið á tunglið eins og þeir lýstu heimsókninni seinna. Ég fékk tækifæri til að læra hjá einhverjum fremstu sérfræðingum á sínu sviði í heiminum á sama tíma og ég upplifði sjúkrahúslífið frá öðru sjónarhorni. Ég hvet alla læknanema að nota tækifærið og gera slíkt hið sama í sínu valnámi. Davíð Þór Þorsteinsson, kandídat Læknaneminn 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.