Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 48

Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 48
úr heimi hjátrúar og hindurvitna en vísinda. Læknar virðast hafa vantreyst vatnslækningum Þórðar. í spænsku veikinni vöruðu nokkrir Reykjavíkurlæknar beinlínis við henni og kvartað var til landlæknis undan Þórði. En Guðmundur Björnsson landlæknir var velgjörðamaður Þórðar og sveitungi og ekki líklegur til að leggja stein í götu vinar síns. Sennilegast er því að hann hafi þaggað málið niður. Reyndar voru vatnslækningar Þórðar á allra vitorði. Við einar bæjarstjórnarkosningar þar sem Þórður var í framboði var hann jafnan kallaður Þórður vatn til aðgreiningar frá nafna sínum á sama lista sem kenndur var við annan vökva og sterkari. Það má deila um það endalaust hvort vatns- og hungurlækningar Þórðar hafi staðið öðrum lækningaaðferðum samtíðarinnar að baki eða ekki. Hinu verður vart mótmælt að þessi meðferð var um margt mjög stórkallaleg og ómannúðleg. að Kleppi. Menn höfðu fyrir löngu tekið upp vísindalegri vinnubrögð enda trúðu fæstir á illa anda eða „besættelse“ lengur heldur litu svo á að geðsjúkdómar væru líkamlegir eins og aðrir sjúkdómar og ekki yfirnáttúrulegir á neinn hátt. Stækkun Klepps Þegar Kleppur var stækkaður árið 1929 var ráðinn nýr yfirlæknir að stofnuninni, Helgi Tómasson, og varð hann hæstráðandi á hinum svokallaða Nýja Kleppi en Þórður hélt áfram sem yfirlæknir á gamla spítalanum. Með Nýja Kleppi bættust um 100 rúm við þau sem fyrir voru svo að um mikla stækkun var að ræða. Það hljóta að hafa verið Þórði mikil vonbrigði að hann fékk ekki yfirlæknisstöðuna yfir stækkuðum Kleppi en Jónas Jónsson frá Hriflu skipaði Helga yfirlækni. Lækningaaðferðir þessara tveggja manna voru gjörólíkar og greinilegt að Helgi, sem nýbúinn var að verja doktorsritgerð sína í Kaupmannahöfn, gat ekki hugsað sér að starfa undir stjórn Þórðar. Mynd: Helgi Tómasson Spiritismi Þórður Sveinsson var mikill spíritisti og einn af máttarstólpum Tilraunafélagsins svokallaða sem stofnað var í upphafi aldarinnar og sniðið var eftir Breska sálarrannsóknarfélaginu. Félaginu var ætlað að leysa gátuna um annað líf og önnur tilverustig mannlegs lífs. í þessu félagi voru margir fyrirmenn í hinu litla íslenska samfélagi en þeir sr. Haraldur Níelsson, Björn Jónsson ritstjóri og Einar Hjörleifsson Kvaran skáld og ritstjóri voru helstu forkólfar félagsins. Félagið var umdeilt meðal almennings og jafnan kallað draugafélagið af efahyggjumönnum. Það er greinilegt að spíritisminn hefur haft mikil áhrif á störf Þórðar sem geðlæknis á Kleppi. í grein Ágústs H. Bjarnasonar prófessors segir hann fullum fetum að Þórður hafi trúað því að sjúklingar hans væru haldnir illum öndum eða þeir stríddu við „besættelse". Þetta kemur líka skýrlega fram í minningargreinum sem vinir Þórðar skrifuðu um hann látinn. Sigurður Jónasson forstjóri skrifaði í Tímann að skoðun Þórðar hafi verið sú að geðveiki stafaði oftast af ásókn anda og „jafnvel af fullkominni andsetni". Þórður byggði vatns- eða hungurmeðferð sína á því að „svelta þyrífi“ út sjúkdóminn. Varðandi alkóhólista hélt Þórður því einmitt fram að ein aðalástæða fyrir drykkjuskap þeirra væri of náið samband við lágar verur sem væru á sveimi á jörðinni og reyndu með einhverjum hætti að ná tengslum við næmgeðja menn. Þessar verur næðu þeim mun betra sambandi við menn sem líkaminn væri óhreinni og sýktur af tóbaksnautn, vínnautn eða öðru slíku. Þess vegna væri nauðsynlegt að hreinsa líkamann með heitum böðum. Þegar þessar lækningar eru skoðaðar er eins og Þórður sé í hlutverki galdralæknis sem særir út illa anda með föstum og heitum og köldum böðum. Slíkt tíðkaðist um alla Evrópu á miðöldum en alls ekki á geðveikrahælum þeim sem Þórður heimsótti áður en hann réðst til starfa Um svipað leyti gerði Jónas Jónsson Þórð Sveinsson að eins konar heiðursprófessor eins og þá var títt. Jónas hugsaði þetta sem sóma Þórði til handa því að honuni sárnaði þessi skjóti uppgangur Helga. Skömmu síðar hófust mestu og hatrömmustu deilur i sögu íslenskra geðlækninga. Aðalpersónur voru Helgi Tómasson nýskipaður yfirlæknir Nýja Klepps og Jónas Jónsson dómsmálaráðherra. Stjórnmálamenn, læknar og allur almenningur blönduðu sér í þessa deilu og Kleppur og Helgi Tómasson voru á allra vörum. Helgi missti stöðuna um tíma eftir að hafa lýst Jónas geðveikan opinberlega en fékk hana aftur eítir mikil átök. Málið var venjulega kallað Stórubombumálið eftir heiti greinar senr Jónas skrifaði um þessa atburði í málgagn sitt Tímann. 48 Læknaneminn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.