Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 20
Umbætur í heilbrigðiskerfinu - Er einkarekstur svarið?
Já, einkavæðing er svarið
Sigríður Á. Andersen
Héraðsdómslögmaður
og 1. varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavíkurkjördæmi
norður
Umræður um heilbrigðismál virðast
oít vekja upp heitar tilfinningar.
Hugleiðingum um aukna þátttöku
einkaaðilaírekstriheilbrigðisþjónustu
hafa gjarnan fylgt nokkur andköf.
Sumir hafa þannig ekki mátt heyra
minnst á neins konar einkarekstur
í heilbrigðisþjónustu, hvað þá
einkavæðingu. Þaðan af síður hafa
þeir viljað ræða hugmyndir um slíkt.
Vinstrimenn, sem hafa einsett sér að
vera á móti einkaframtakinu, hvika
ekki frá sannfæringu sinni um kosti
ríkisreksturs í heilbrigðisþjónustu
sem annarri þjónustu. Er þá engin
þjónusta innan geirans undanskilin,
hvorki læknisverk né ritaraþjónusta.
Þessar heitu tilfinningar má því
í raun rekja til varðstöðu um
hugmyndafræði fremur en hagsmuni
heilbrigðiskerfisins. Það er lítið gefið
eftir í þeirri baráttu.
Einkarekstur og einkavæðing
Einkarekstur á heilbrigðissviði á
sér langa sögu á íslandi. Reyndar
er það svo að mörg framfaraskref
í heilbrigðismálum má rekja til
einkaframtaks. Einstaklingar
og félagasamtök hafa haft
forgöngu um stofnun og oft
rekstur heilbrigðisstofnana og
heilbrigðisþjónustu á ýmsum
sviðum. Dvalarheimili aldraðra,
endurhæfingarstöðvar og þjónusta
við blinda og sjónskerta svo og
tannlækningar eru dæmi um þetta frá
fyrri hluta síðustu aldar. Nýrri dæmi
má nefna eins og þjónustu við vægt
sjónskerta, sjúkraþjálfun af ýmsum
toga, líknarmeðferð og margvíslegt
forvarnarstarf.
Þessi þátttaka einkaaðila í
heilbrigðisþjónustu hefur í gegnum
árin ýmist verið án allrar aðkomu
hins opinbera eða í einhvers konar
samstarfi við þá þjónustu sem hið
opinbera veitir, innan eða utan
veggja opinberra heilbrigðisstofnana.
Þessi þjónusta er nánast öll þess eðlis
að óhætt er að fullyrða að íslenskt
heilbrigðiskerfi væri ekki svipur
hjá sjón ef hennar nyti ekki við.
Þegar af þessari ástæðu er óþarfi
að hrökkva við þótt nú sé rætt um
aðkomu einkaaðila að rekstri í
heilbrigðisþjónustu.
Það er ekki rétt sem vinstrimenn hafa
linnulaust haldið fram að umræða og
áform hér á landi um aukna aðkomu
einkaaðila að heilbrigðisþjónustu sé
í reynd einkavæðing. Einkarekstur
eða einkaframkvæmd er það kallað
þegar boðin er út til einkaaðila
þjónusta sem áður var nær alfarið
á herðum hins opinbera og hið
opinbera vill áfram stuðla að eða
fjármagna. Með einkavæðingu er
hið opinbera hins vegar að koma
tilteknum rekstri í hendur einkaaðila
án nokkurra skuldbindinga af þess
hálfu til framtíðar.
Einkavæðing er allra góðra gjalda
verð og verðskuldar vissulega sess
í umræðu um heilbrigðismál. Það
er hins vegar ekki um það að ræða
að einkavæðing hafi átt sér stað í
nokkrum mæli í heilbrigðiskerfinu
og ekkert bendir til þess að hún sé
fyrirhuguð á næstunni. Því miður.
Af hverju einkarekstur?
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu
hefur verið framkvæmdur með þeim
hætti á íslandi að einkaaðilar, einn
eða fleiri, selja ríkinu þjónustu sína,
oft að undangegnu útboði ellegar
eftir samningum ríkisins við heila
starfsstétt.
Það er ekki alls kostar nákvæmt
sem stundum er haldið fram að
einkarekstur sem slíkur spari hinu
opinbera alltaf fé. Að minnsta kosti
ekki til skamms tíma. Erfiðara er
að meta það til lengri tíma. Útgjöld
til heilbrigðismála eru eðli máls
samkvæmt ekki föst fjárhæð sem
einungis hækkar í takt við vísitölur
launa eða neyslu. Gríðarlegar
tækniframfarir ásamt vaxandi vitund
og auknum kröfum almennings um
bestu mögulegu þjónustu valda því
að kostnaður af heilbrigðisþjónustu
vex umfram önnur útgjöld.
í nýútkominni skýrslu Hagstofunnar
kemur fram að heildarútgjöld til
heilbrigðismála hafa vaxið verulega
síðasta aldarfjórðung, úr ríflega 6,4%
af landsframleiðslu árið 1980 í um
9,2% af landsframleiðslu á síðasta
ári. Árið 1980 voru heilbrigðisútgjöld
um 41 milljarður króna á verðlagi
2007 en ríflega 117 milljarðar árið
2007. Heilbrigðisþjónustan hefur
því nærri þrefaldast að magni (um
190% vöxtur) á þessu tímabili sem
hlutfall af landsframleiðslu. í þessu
20
Læknaneminn