Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 17

Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 17
Undirritaður ætlar ekki að draga þessa fullyrðingu í efa þrátt fyrir að hann hafi ekki kannað efnislegar staðreyndir að baki henni en spyr sig hvort læknar séu ekki bundnir af þeim samfélagslegu leikreglum sem liggja lögbundnu skipulagi í réttarríkinu íslandi til grundvallar22. Ef læknar eru ekki bundnir af þeim leikreglum koma upp flóknari og alvarlegri álitaefni en nokkurn kann að óra fyrir. Gagnrýni undirritaðs sem getið er hér að framan hefur sætt nokkurri ákúru af hálfu sumra læknanema sem bent hafa á að best sé að lýsa ekki yfir neinu öðru en ánægju með ríkjandi skipulag til að auka líkur a góðri stöðu þegar sérnámi lýkur. hessi afstaða er í nokkru samræmi við skrif í Læknablaðinu 5. tbl. 89. árg. 2003 „að mörgum þótti það jaðra við drottinssvik að ganga í berhögg við lærifeðurna í deildinni sem fóstrað hefur að heita má alla íslenska lækna.”23 Þessi skoðun er að mati höfundar afar lítilmannleg og metnaðarlaus. Það er óhjákvæmilega hlutverk nýrra og ferskra einstaklinga > sérhverri vísindagrein eða stofnun að skoða nánasta umhverfi sitt af nærgætni og benda á meinbugi þar sem þörf er úrbóta. Sérhver stofnun sem ekki sætir slíkri gagnrýni og stöðugri endurnýjun staðnar sem nátttröll í samfélaginu. Undirritaður verður jafnframt að leyfa sér að kasta fram þeirri spurningu hvert sé hlutverk Félags læknanema ef það er ekki að gæta lögvarinna hagsmuna félagsmanna. Tilvistargrundvöllur félagsins hlýtur að vera í hættu ef markmiðin eru af öðrum toga. Að lokum Vill undirritaður í lokin sérstaklega taka fram að á þeim árum sem hann hefur stundað nám við læknadeild Háskóla íslands hafa samskipti hans við starfsfólk deildarinnar verið bæði afar farsæl og vinsamleg með fáeinum alvarlegum undantekningum24. Gæði kennslu við læknadeild miðað við stærð deildarinnar eru mikil og sá kraftur bæði mannauðs og þekkingar sem í starfsfólki deildarinnar býr er í senn einstakur og ómetanlegur fyrir 'slenskt samfélag. Það er ósk höfundar að grein þessi leiði til upplýstrar rökræðu um þá þætti sem að framan greinir og niðurstaða slíkrar umræðu megi verða til þess að efla og styrkja grunnnám í læknisfræði á íslandi.25 höfundur er stud. med. in situ. Neðan málsgrei nar I. Við vinnslu þessarar greinar hefur undirritaður hljótið ábendingar frá nokkrum velviljuðum aðilum og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir, að tillitsemi við viðkomandi ákvað höfundur að nafnbirta þá ekki. Allt efni greinarinnar er á ábyrgð höfundar, sbr. 15. gr. laga nr. 57/1956. 2. Þess má til gamans geta að Descartes stundaði háskólanám í lögfræði og útskrifaðist árið 1616, tvítugur að aldri, en varð lögfræðinni fljótt afhuga. 3. Descartes beitir kenningum sínum um hinn róttæka efa snilldarlega í Hugleiðingum um frumspeki til að kollvarpa öllum sínum fyrri skoðunum °g byggja á nýjum grunni. Hann áttar sig á því að það er mögulegt að illur andi blekki hann á kerfisbundinn hátt, þannig að allt sem hann sér, heyrir, heldur, trúir og svo framvegis sé blekking. En eitt er það sem aldrei getur verið blekking og það er sú staðreynda að hann er blekktur og þar af leiðandi að hann er að hugsa. 4. Talið er að eiginleg læknadeild hafi tekið til starfá við Kaupmannahafnarháskóla árið 1539 (en skólinn var stofnaður 1479) 5. Inntökuskilyrði í læknaskólann voru stúdentspróf, en einnig urðu stúdentar að ljúka prófi í forspjallsvísindum við Prestaskólann. Prófgreinar í Læknaskólanum vorum 16. Þrjár skriflegar; handlæknis-, lyflæknis- og réttarlæknisfræði. Níu munnlegar; líffæra-, lífeðlis-, efna-, lyfja-, grasa-, handlæknis-, lyflæknis-, sjúkdóma-, yfirsetu- og heilbrigðisfræði. Fjórar verklegar; líkskurður, handlæknisaðgerð, handlæknis- og lyflæknisvitjun. 6. Vísast í þessu sambandi t.d. til viðtals við Tómas Guðbjartsson í Læknablaðinu 05. tbl. 92. árgangur 2006 “Nýjung í læknadeild” og viðtals við Stefán B. Sigurðsson í sama blaði 02. tbl. 88. árgangur 2002 “Læknadeild Háskóla Islands: Numerus Clausus lagður niður - Nýtt inntökupróf verður tekið upp í vor”. Hvorgur þessara ágætu manna telur ástæðu til að rökstyðja skoðun sína viðhlýtandi faglegum rökum að mati undirritaðs. 7. Vegna þjóðfélagslegs kostnaðar við Iæknanám, og verðmætis starfskraftanna, sem er langt umfram flest annað hefðbundið háskólanám er ennþá meira áhyggjuefni að svona stór hluti stúdenta skuli tefjast eða falla brott í námi. 8. John Stuart Mill hefur almennt verið talinn frjálslyndur heimspekingur og einn frægasti talsmaður nytjastefnu. Hann ritaði Frelsið árið 1859 og Um kúgun kvenna árið 1868. Átti hann sæti á breska þinginu frá 1865 til 1868. 9. Páll Skúlason fæddist á Akureyri árið 1945, lauk doctorsprófi í heimspeki árið 1973 og var skipaður prófessor í heimspeki við Háskóla Islands 1975. Hann var kjörinn rektor Háskóla fslands árið 1997 og gengdi því embætti til 2005. 10. Enski heimspekingurinn Michael Joseph Oakeshott fæddist árið 1901 en lést 1990. II. Sbr. 2. mgr. 1. gr. laga nr. 37/1993. Páll Hreinsson hefúr skilgreint stjómvaldsákvörðun sem „ákvörðun sem tekin er í skjóli stjórnsýsluvalds og er beint milliliðalaust út á við að tilteknum aðila eða aðilum og með henni er kveðið á bindandi hátt á um rétt eða skyldu þeirra í ákveðnu og fyrirliggjandi máli.” 12. Álit umboðsmanns Alþingis nr. 1364/1995 tekur á þessu álitaefni. 13.1 þessu sambandi hefur t.d. verið nefnt að hvernig læknisverk skuli framkvæmt eða hvaða námsefni skuli lagt til grundvallar við kennslu snúi eingöngu að útfærslu þjónustunnar. 14. Undirritaður telur að með þessari afgreiðslu hafi háskólaráð Háskóla íslands ekki sinnt lagaskyldu sinni sbr. 3. gr. laga nr. 41/1999. Mun undirritaður á næstunni láta reyna á þessa afgreiðslu hjá þar til bærum aðilum. 15. Undirritaður hefur skorað á ritstjórn Læknanemans 2008 að birta umsögnin í heild sinni sem viðauki hér á eftir. 16. Visast í þessu sambandi til dóms Hæstaréttar í mál nr. 442/1993. Sem finna má á blaðsíðu 79 í dómasafni réttarins frá árinu 1994 (Skinkudómur Hagkaups). Þar er málatilbúnaður lögmanns sem byggðist á úrklippum úr dagblöðum átalinn harkalega. 17. Rétt er að halda því til haga að fulltrúi nemenda á deildarfundi læknadeildar 6. júní 2007 hefur haft samband við undirritaðan símlciðis og telur rangt eftir sér haft í greinargerð kennsluráðs. 18. Einn fulltrúi nemenda í kennsluráði hafði samband við undirritaðan og vildi koma á framfæri þeirri afstöðu að hann hefði setið hjá við afgreiðslu kennsluráðs á þessari greinargerð dags. 4. júlí 2007 og teldi hann greinargerðina ómálefnalega og beinlínis dónalega. Þessara atriða er í engu getið í greinargerðinni. 19. Sérstök heimild er í 14. gr. laga nr. 41/1999 um Háskóla fslands til að háskólaráð ákveði mismunandi misseraskiptingu fyrir einstakar deildir. 20. Þess vegna má halda því fram að í núverandi skipulag feli í sér takttruflun læknadeildar við jafnt háskóla- og íslensk samfélagið. Maður sem hefur hjartaslátt úr takt er reynt að beita læknisfræðilegri meðferð með það að markmiði að hann slái í takt. 21. Virtur sérfræðingur á LSH hefur komist svo að orði að það eigi ekki bara að vera dúxar í læknisfræði. 22. Vísast í þessu sambandi t.d. til greina þeirra Skúla Magnússonar dósents og Garðas Gíslasonar Hæstaréttardómara í Úlfljóti 1. tbl. 2002. I bálknum Rökstólar svara þeir spuringunni “Ber manni siðferðileg skylda til að fara að lögum?” báðir svara spurningunni játandi, þó svarið sé ekki svo augljóst að það þurfti ekki rökstuðnings við. 23. Setninguna má finna í greininni “Formannafundur Lí. Nýja læknadeild en ekkert tilvisanakerfi”. Benda má einnig á að þessi setning er til umfjöllunar í Morgunblaðinu 6. maí 2003. 24. Undantekningarnar eru reyndar það alvarlegs eðlis að undirritaður telur ákveðna einstaklinga sem sinna kennslustörfum við deildina með öllu vanhæfa til slíkra starfa. En það væri líklega efni í aðra greina að reifa þau atvik. 25. Rétt er í þessu sambandi að vekja á viðtali við Sigurbjörn Sveinsson fyrrverandi formann Læknafélags Islands í Morgunblaðinu 7. maí 2003 “Hugmyndin vel þess virði að vera rædd". Þar kemur fram nokkuð beinskeytt gagnrýni á læknadeild Háskóla Islands. Heimildir Alþingistíðindi, 123.1öggjafarþing 1998-99, þingskjal 821, 509.mál. Dómasafn Hæstaréttar fslands: www.rettarrikid.is Erlendsson, Kristján. Minnisblað kennsluráðs læknadeildar Háskóla íslands 04.07.07. Heimasíða Hæstaréttar íslands: www.haestirettur.is Heimasíða Umboðsmanns Alþingis: www.umbodsmaduralthingis.is Hreinsson, Páll. Hvaða ákvarðanir teljast stjórnvaldsákvarðanir. Reykjavík, lagadeild Háskóla íslands, 1997. Hreinsson, Páll. Stjórnsýslulögin. Reykjavík 1994. Lagasafn 2007, Dóms-og kirkjumálaráðuneytið, Reykjavík, 2007. Laxness, Einar. íslands saga. Reykjavík, Vaka-Helgafell hf., 1995. Læknablaðið. Formannafundur LÍ. Nýja læknadeild en ekkert tilvísanakerfi. 5. tbl. 89. árgangur 2003. Læknablaðið. Læknadeild Háskóla íslands: Numerus Clausus lagður niður - Nýtt inntökupróf verður tekið upp í vor. 02. tbl. 88. árgangur 2002. Læknablaðið. Nýjung í læknadeild: Valnámskeið fyrir 6. árs nema. 05. tbl. 92. árgangur 2006. M. Oakeshott, “The Idea of a University” í The Voice of Liberal Learning (New Haven: Yale University Press 1989), bls. 96-97. Morgunblaðið. Hugmynd um aðra læknadeild rædd í LÍ. 6. maí 2003. Morgunblaðið. Hugmyndin vel þess virði að vera rædd. 7. maí 2003. Skúlason, Páll. Markmið og skipulag háskóla. Heimspekimessa. Reykavík, 2003, bls. 29-41. Stjórnartíðindi, B-deild, 2000, bls. 281-283. Vísindavefur Háskóla íslands: www.visindavefur.hi.is Ward, Brian. Líkami mannsins og lækningar. Reykjavík, örn og Örlygur, 1985. Wikipedia, frjálsa alfræðiritið: en.wikipedia.org/wiki/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.