Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 62

Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 62
Valtímabil í Malaví Ógleymanleg lífsreynsla Eva Albrechtsen kandídat Hjördís Þorsteinsdóttir kandídat Hrafnhildur Stefánsdóttir kandídat Ferlið hófst þegar hugtakið „valtímabir kom fram á sjónarsviðið í kennsluskrá læknadeildar Háskóla íslands. Þegar ljóst var að dyrnar stæðu opnar að nýjum tækifærum vaknaði hjá mörgum sú löngun að fara erlendis og kynnast heilbrigðiskerfum í öðrum löndum. Það var mjög misjafnt hvert hugurinn leiddi okkar árgang; sumir leituðu til annarra vestrænna landa en hugur okkar sexmenninganna lá til Afríku. Eftir að hafa ráðfært okkur við Tómas Guðbjartsson, umsjónarmann valtímabilsins, og Sigurð Guðmundsson, landlækni, sem var á leið til Malaví seinna um haustið, byrjuðu hjólin að snúast. Úr varð að við, sex læknastúdínur, fórum að plana ferðalag í kringum hálfan hnöttinn til Malaví í Suðaustur- Afríku. Malaví er eitt af þéttbýlustu ríkjunum í Afríku sunnan Sahara og íbúafjöldinn er hátt í 13 miljónir. Meðallífslíkur eru 36,2 ár. Það er 5 árum lægra en fyrir 50 árum síðan og er það rakið til vannæringar, skorts á læknisaðstoð, alnæmis og lítillar menntunar. Hins vegar má geta þess að meðalaldur íslensku þjóðarinnar árið 2005 var 36 ár á meðan hann var 16 ár í Malaví. Ungbarnadauði er 103 áhverþúsund fædd börn á meðan svipaðar tölur hér á landi eru 2,3 á hver þúsund fædd börn (árið 2005). Meðaltekjur íbúa eru undir einum bandarikjadali á dag og telst landið til fátækustu ríkja heims. Regntímabilið stendur frá nóvember til apríl og landið er frægt fyrir náttúruhamfarir, bæði þurrka og ofsaregn, og hefur það þýtt að landið fær margar þúsundir tonna af mat í neyðaraðstoð á ári hverju en betur má ef duga skal. Malaví er bændasamfélag og helstu útflutningsvörurnar eru tóbak, te og sykur en nú hvetur ríkisstjórnin bændur til þess að taka upp bómullarrækt þar sem neysla tóbaks hefur dregist saman í hinum vestrænu ríkjum. Lake Malawi hefur sinnt gríðarstóru hlutverki í að halda lííinu í Malövum. Það er stór hluti þjóðarinnar sem hefur viðurværi sitt af því að veiða en veiðin fer minnkandi í vatninu sem óneitanlega er visst áhyggjuefni. Til að geyma fiskinn í heitu andrúmsloftinu er hann þurrkaður. Hefðbundin máltíð getur samanstaðið af maísmjölsgraut, steiktum, þurrkuðum fiski og smá grænmeti með. Þetta fengum við að prófa og við skulum láta bragðið liggja milli hluta. Við heimsóttum Malaví í tveimur hópum. Sólveig, Hrafnhildur og íris fóru strax eftir áramót og voru fram í lok febrúar. Hjördís, Magga Dís og Eva fóru í lok febrúar og komu heim í lok mars. Báðif hóparnir fóru til Monkey Bay þar sem Þróunarsamvinnustofnun rekur heilbrigðisstofnun auk þess að aðstoða við menntamál, iðnað (fiskeldi) o.fl. Fyrri hópurinn var auk þess á háskólasjúkrahúsinu í Blantyre og sjúkrahúsinu 1 Mangochi. Seinni hópurinn dvaldi á háskólasjúkrahúsinu i höfuðborginni Lilongve. Auk þess fengum við tækifæri til að heimsækja 62 Læknaneminn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.