Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 102
í stjórnun orkubúskapar. AMPK er einnig tengdur
frumuvexti með áhrifum sínum á önnur ensím, m.a. á
mammalian Target of Rapamycin (mTOR) sem er þekkt
boðleið í frumuvexti og myndun krabbameina.
Efni og aðferðir:
Athuguð voru áhrif 5 pM og 10 pM UA í 2 klst. til
virkjunar AMPK í nær þéttum og þéttum ræktum þriggja
frumugerða, þ.e. krabbameins-Trumulínunum T47-D úr
brjósti og Capan 2 úr brisi og eðlilegum æðaþelsfrumum
úr naflastrengjum. Til samanburðar var notaður
AMPK örvinn AICAR. Athuganir voru gerðar með og
án sermis. Virkni var metin með litun fyrir fosfórun á
Thrl72 á AMPK með sértæku mótefni (Cell Signaling
Technology) eftir rafdrátt og próteinþrykk (Western
blot). ATP mæling var gerð með luciferin/luciferasa
prófi í TD-20/20 Luminometer. Áhrif UA á frumustærð
voru athuguð með styrkleikum 10 pM, 15 pM og 30 pM.
Eítir sólarhrings áverkun var stærð frumnanna mæld í
frumuflæðisjá (FACSCalibur).
Niðurstöður:
Eftir 2 klst. örvun með UA mældist aukin fosfórun AMPK.
Fosfórun jókst frekar við hærri styrk UA og eins ef sermi
skorti í ætið. Engin lækkun varð á ATP hjá frumum með
sermi í ætinu en við sermisleysi varð lítil en marktæk
lækkun (lOpM: 7-16%). Meðhöndlun með UA dró
styrkháð úr vexti frumna (meðaltal T47-D: 3%, 5% og
8%). Mælingar voru framkvæmdar ýmist 2 eða 3 sinnum
og niðurstöður voru samhljóða milli krabbameinslína og
mælinga.
Umræða:
Úsnínsýra veldur lækkun á ATP og þar af leiðandi virkjun
AMPK kínasa með hefðbundnum leiðum. Hún veldur þó
líka virkjun AMPK án lækkunar ATP þegar sermi er í æti.
Þetta bendir til áhrifa úsnínsýrunnar á kínasaboðleiðir
frumunnar og mögulegrar viðtakavirkjunar. Áhrif á
frumustærð benda til þess að afleidd áhrifverði afvirkjun
AMPK mögulega eftir mTOR boðleiðinni.
Lípoxygenasar og krabbamein:
tjáning og innanfrumustaðsetning
lípoxygenasa í krabbameinsfrumum
María Tómasdóttirl, Sigurdís Haraldsdóttir2, Helga M.
Ögmundsdóttirl,3.
1. Læknadeild Háskóla íslands 2. Landspítali - háskólas-
júkrahús 3. Rannsóknarstofa Hí og KÍ í sameinda- og
frumulíffræði.
Inngangur:
Lípoxygenasar (LOX) eru ensím sem hvarfast við
arakídón sýru (AA) sem m.a. er staðsett í himnum
frumna og mynda eikósanóíða. Helstu gerðir LOX í
mönnum eru 5-LOX, 12-LOX og 15-LOX. Myndefni
þessara ensíma eru fitusýru-hydroperoxíð (HPETE)
og úr þeim myndast í framhaldi m.a. hydroxýafleiður
(HETE) og leukótríen (LT) sem hafa þekkt hlutverk í
astma og ofnæmisviðbrögðum. Innanfrumustaðsetning
LOX hefur lítið verið rannsökuð en þeir virðast geta
verið tjáðir í umfrymi, himnum frumna og kjarna í
mismunandi frumum í ólíku ástandi. Vitað er að 5-
LOX þarfnast 5-LOX-virkjunar prótíns (FLAP) sem er
staðsett í kjarnahimnu til að virkjast og hvarfast við AA.
Margar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl milli LOX og
krabbameins, þá sérstaklega briskrabbameins. Sýnt hefur
verið fram á aukna tjáningu 5-LOX og 12-LOX, örvandi
áhrif myndefna þeirra á frumuþölgun, æðamyndun og
ífarandi vöxt og áhrif hindra þeirra til að draga úr vexti
krabbameinsfrumulína.
Efni og aðferðir:
Rannsakaðar voru tvær krabbameinsfrumulínur úr
mönnum, PANC-1 úr brisi og T-47D úr brjósti. Þær
voru litaðar með sértæku fjölstofna kanínumótefni
(Cayman Chemicals®) fyrir 5-LOX og 12-LOX, með
immúnóperoxídasa litun og með flúrskins litun.
Frumurnar voru samstilltar í frumuhring með sermissvelti
og svo örvaðar með sermi og litaðar á tímum 0, 2 og
6 klst eftir örvun. Eftir litun voru þær skoðaðar í Leica
DMLB ljóssmásjá og Zeiss Pascal Confocal smásjá og
magn tjáningar og staðsetning metin.
Niðurstöður:
Tjáning á 5-LOX og 12-LOX var til staðar í báðum þeim
frumulínum sem kannaðar voru en þó meiri í PANC-1.
í PANC-1 jókst tjáning 5-LOX við kjarnahjúp og í kjarna
við örvun en 12-LOX var alltaf mikið tjáð við kjarnahjúp.
Tjáning þess í kjarna var aukin eftir örvun í 2 klst. f T-
47D birtist 5-LOX í kjarna 6 klst. eftir örvun en 12-LOX
var lítið tjáð í kjarnahjúp eftir svelti en tjáningin jókst við
örvun. Allar tilraunir voru endurteknar þrisvar sinnum
og niðurstöður voru að mestu samhljóða.
Ályktanir:
Greinilegteraðbreytingarverðaáinnanfrumustaðsetningu
5-LOX og 12-LOX eftir stöðu í frumuhring. Aukning
5-LOX við kjarnahjúp bendir til þess að ensímið
virkjast í þessum krabbameinsfrumulínum og aukning
ensímanna inni í kjarna í upphafi frumuhrings gæti verið
vísbending um virkni LOX afleiða í kjarna. Mikilvægt
er að kortleggja staðsetningu og virkni þessara ensíma í
krabbameinsfrumum þar sem þau gætu verið skotmörk
lyfjameðferðar í framtíðinni.
Orsakir eitlastækkana á íslandi
María Kristinsdóttirl, Brynjar Viðarsson 3, Hannes
Hjartarson 4, Höskuldur Kristvinsson5 og Bjarni A.
Agnarsson 1,2
lLæknadeild Háskóla íslands, 2Rannsóknarstofa
Háskólans í meinafræði, 3blóðsjúkdómadeild, 4háls-,
nef og eyrnadeild og 5skurðdeild Landspítala Háskólas-
júkrahúss
Inngangur:
Eitlastækkanir eru algengar klínískt, eru oífast góðkynja,