Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 61

Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 61
Ástráður - forvarnastarf læknanema Ástráður, forvarnarstarf læknanema er félag um forvarnir og fræðslu er snýr að kynlífi og kynheilbrigði. Ástráður fer í framhaldsskóla út um allt land, í efstu bekki grunnskóla og félagsmiðstöðvar. Við hittum og spjöllum við ungt fólk frá 13 ára og upp undir þrítugt. Einnig erum við með heimasíðu, astradur.is, sem er nýuppfærð og tölvupóst þar sem við tökum á móti hinum ýmsu fyrirspurnum eða öllu sem snýr að kynlífi og ráðum um ástir. Ástráður er nú kominn með Myspace-síðu, myspace.com/astradur og símatíma á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum, frá 20-22 ísíma 896-9619. Áþessu 8.starfsári Ástráðshöfum við einbeitt okkur að þvi að sinna betur grunnskólum og félagsmiðstöðvum og hefur eftirspurnin margfaldast. Til að anna þessari auknu eítirspurn sér 3- árið nú alfarið um grunnskóla- og félagsmiðstöðvafræðsluna, en 2. árið um framhaldsskólafræðsluna. Það eru því mun fleiri virkir læknanemar i fræðslunni en verið hefur þar sem 2. árið hefur hingað til aðallega séð um ftæðsluna. Áf grasrótarstarfi Ástráðs ber helst að nefna að það sem af er þessu skólaári höfum við farið í 130 ferðir ' framhaldsskóla og heimsótt 50 félagsmiðstöðvar og grunnskóla. Alls eru þetta því á bilinu 4500- 5000 ungmenni sem við höfum frætt um kynfærin, kynsjúkdóma og getnaðarvarnir, svo fátt eitt sé nefnt. Svo höfum við að sjálfsögðu kynnt fyrir þeim rétta notkun smokksins, og þá staðreynd að hann er eina kynsjúkdómavörnin, að undanskildu skírlífi og sjálfsfróun. Einnig vonum við innilega að það fari enginn frá okkur í þeirri trú að rofnar samfarir eða hitastigssveiflur tengdar tíðahring konunar séu öruggar getnaðarvarnir. Móttökurnar eru alltaf góðar og krakkarnir afar sáttir með fræðsluna. Ástráður er með mörg járn í eldinum þessa dagana og stór verkefni í gangi. Þar ber helst að nefna auglýsingaherferð sem við hófum 29. febrúar í samstarfi við Sóttvarnalækni, Hitt húsið, FKB og fleiri aðila. Með herferðinni er ætlunin að vekja athygli ungs fólks á kynsjúkdómum, einkennum þeirra og smitleiðum og stuðla að aukinni smokkanotkun. Okkar hluti verkefnisins sneri að hönnun og vinnslu plakata og límmiða sem dreift var um allan bæ. Síðastliðið haust hófst vinnan við hönnunina og voru hugmyndirnar ófáar og margar hverjar mjög skemmtilegar. f nóvember byrjuðu síðan myndatökurnar og small þetta allt saman 29. febrúar. Þá var haldin opnunarhátið í Hinu húsinu með pompi og prakt þar sem margt var um manninn. Með veggspj öldunum viljum við vekj a athygli á alvarleika kynsjúkdóma og hversu auðsmitanlegirþeir eru. Kastað er fram ógnvekjandi staðreyndum um tíðni þeirra og áhersla lögð á að ALLIR geti smitast, kynsjúkdómar fari ekki í manngreinarálit! Einnig snýr hluti veggspjaldanna að munn- og endaþarmsmökum. Bent er á að kynsjúkdómar geti einnig smitast með slílcum mökum og alltaf beri að gæta varúðar. Ástráður er félag sem er að öllu leyti byggt á sjálfboðavinnu en ýmsir styrktaraðilar styðja vel við bakið á okkur. Nú hefur nýr styrktaraðili bæst í hópinn, en Ástráður hóf samstarf við Flugfélag fslands í vetur. Flugfélag fslands mun styrkja Ástráð með ferðum til áfangastaða sinna hér innanlands, eins og til Akureyrar, ísaþarðar og Egilsstaða. Auk þess mun Flugfélagið styrkja Ástráð um utanlandsferðir fyrir tvo til þrjá einstaklinga, bæði á FINO (Federation of international Nordic medical students’ organisation) og NECSE (Northern European Co-operation of Sex Education). Ráðstefnur þessar reynum við að sækja á hverju ári en hingað til hefur íjármagnið sett okkur ákveðnar skorður hvað það varðar. Á þessum ráðstefnum hittum við læknanema sem standa að svipaðri starfsemi og við, lærum af þeim og miðlum okkar reynslu. Á döfinni nú í sumar er smokkadreifing í tengslum við Verslunarmannahelgina eins og venjan hefur verið undanfarin 2 ár auk dreifingar í tengslum við Gay Pride og Menningarnótt. Síðastliðið sumar bættum við þessum tveimur síðarnefndu dreifingum við og heppnaðist mjög vel. Við í Ástráði lítum því björtum augum fram á veginn og þökkum dyggan stuðning ogómældan dugnað ástráðunautanna, sem auðvitað eru læknanemar. Halla Sif Ólafsdóttir Ritari Ástráðs 2. árs læknanemi Læknaneminn 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.