Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 98

Læknaneminn - 01.04.2008, Blaðsíða 98
fasta meðferð með geðlyíjum; oftar konur. Af heild voru 63,3% fast á róandi eða kvíðastillandi lyf]um, 50,7% á þunglyndislyíjum og 24,4% á geðrofslyfjum. í flokki verkjalyfja var óregluleg og p.r.n. notkun algengari en með öðrum lyfjum. Algengasta verkjalyfið í fastri notkun var parasetamól (31,2%), algengasta verkjalyfið sem eingöngu var notað p.r.n. var kódein blandað parasetamóli (12,9%). Konur notuðu meira af verkjalyfjum en karlar eða 65,0% gegn 57,3%. Alls fengu 24,0% þátttakenda eitthvert hinna 12 lyfja sem þessi rannsókn skoðaði af lista Beers, þar af voru 11,9% á fastri notkun. Ályktanir: Á íslandi eru notuð mun fleiri lyf á einstakling en annars staðar. Forvörn beinþynningar hér er afar kraftlítil þar sem aðeins 32,7% kvenna og 10,6% karla fá uppbótarkalk og 59,6% af heild fær aukalega D vftamín þó að um sé að ræða þann þjóðfélagshóp sem mest þarf á uppbót þessara efna að halda. Geðlyfjanotkun hér er mjög mikil. Notkun geðrofslyfja og róandi- og kvíðastillandi lyfja hefur minnkað síðastliðin 10 ár en á sama tíma hefur notkun þunglyndislyfja aukist talsvert, e.t.v. vegna aukinna gæða lyfjanna. Þessi mikli fjöldi lyfja og mikla notkun geðlyfja veldur því að ísland er hæst í samanburði við öll lönd sem borið var saman við. 12% aldraðra fá fast lyf sem þeim eru hættuleg. Næstu rannsóknir gætu beint sjónum sínum að því hvað það er í fari íslenskra aldraðra, lækna eða hjúkrunarheimila sem gerir það að verkum að fjöldi ávísaðra lyfja hér er svo mikill og hvers vegna sumum geðlyfjum er ávísað svo títt. Léleg notkun forvarna beinþynningar og mikil notkun varasamra lyfja bendir til þess að yfirsýn og stefnumótun skorti. Við stöndum okkur samt sem áður vel í meðhödla verki, þunglyndi og svefnleysi. Sjónskert augu í sykursjúkum einstaklingum Gunnar Einarsson BSc, Einar Stefánsson MD, PhD Markmið rannsóknar: Fjölmargar faraldsfræðilegar rannsóknir hafa verið gerðar í tengslum við sjónhimnuskemmdir vegna sykursýki (e. diabetic retinopathy). í þessum rannsóknum hefur úrvinnsla gagna miðast við einstaklinginn. Sú aðferð mælir ekki sjóndepruna f einstökum augum og dregur þannig úr næmi fyrir sjóntapi. Tilgangur þessarar rannsóknar er að meta algengi sjóndepru eða blindu í einstökum augum hjá sykursjúkum einstaklingum. Úrvinnsla upplýsinga var miðuð við augu frekar en einstaklinga. Orsakir sjónskerðingar í einstökum augum voru kannaðar. Efniviður og aðferðir: Notast var við tölvuvæddan gagnagrunn sem inniheldur 1513 sykursjúka einstaklinga (3026 augu). 11 voru látnir þegar rannsóknin var gerð. 144 höfðu sjón verri en 0.3 í að minnsta kosti einu auga. 46 höfðu sjón verri en 0.05 í að minnsta kosti einu auga. Fjöldi sjóndapra eða blindra augna var skráður og orsakir að baki sjónskerðingu í hverju auga metnar. Niðurstöður: 175 (5.8%) af 3026 augum voru sjóndöpur eða blind (sjón verri en 0.3). í 44% þessara augna var nýæðamyndun (e. proliferative diabetic retinopathy) og makúlubjúgur (e. diabetic macular oedema) orsök sjónskerðingar. I 56% augnanna voru aðrir sjúkdómar orsök sjónskerðingar, þar af var aldurstengd augnbotnahrörnun (e. age related macular degeneration) algengasta orsökin (14%). 51 (1.7%) af 3026 augum voru blind (sjón verri en 0.05). í 48% þessara augna var nýæðamyndun og makúlubjúgur orsök sjónskerðingar. í 52% augnanna voru aðrir sjúkdómar orsök blindunnar og af þeim var aldurstengd augnbotnahrörnun algengasta orsökin (12%). 31 (2%) einstaklingur hafði sjón verri en 0.3 á betra auga. í þessum einstaklingum var nýæðamyndun og makúlubjúgur algengasta orsök sjóntapsins (65%). 5 (0.3%) einstaklingar höfðu sjón verri en 0.05 á betra auga. Umræða: Næmari mælikvarði næst ef augu eru notuð sem grunneining frekar en einstaklingar þegar sjóntap í sykursjúkum einstaklingum er metið. Enn fremur má sjá að líkurnar á sjóndepru eða blindu í auga er 0.058 en 0.02 í báðum augum. Ef líkurnar væru óháðar myndu líkurnar á sjónskerðingu í báðum augum vera 0.003 (0.0582) sem kemur ekki heim og saman við niðurstöðurnar. Með öðrum orðum, líkurnar á sjónskerðingu í öðru auga einstaklings eru háðar ástandi hins augans. Þá sýna niðurstöðurnar að í meira en helmingi sjóndapra eða blindra augna (56%) eru aðrir sjúkdómar en sykursýkin, þ.e. nýæðamyndun og makúlubjúgur, að valda sjóntapinu. Einnig kemur í ljós að sjúkdómsmyndin í augunum er önnur en í einstaklingunum. Retinal oxygen saturation in healthy individuals in light and dark T. E. Jonsdottirl, S. H. Hardarsonl, S. Basit2, E. Stefanssonl,2 lUniversity of Iceland, Department of Medicine, 2Landspitali - University Hospital, Department of Ophthalmology
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.