Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2008, Qupperneq 100

Læknaneminn - 01.04.2008, Qupperneq 100
súrum fosfatasa hafði þau áhrif að minnka NO myndun í æti 199 um 44 % en hafði engin áhrif á NO myndunina í æti 1640. H89 sem kemur í veg fyrir þrombín örvaða AMPK fosfórun kom einnig í veg fyrir myndun NO í æti 199. Umræða: ATP lækkun miðlar öflugri örvun á NO framleiðslu í ræktuðum æðaþelsfrumum. Líklegt er að þessari örvun sé miðlað í gegnum AMPK sem er aðal stjórnandi orkuefnaskipta í frumunni. Þar sem kalsíum jónferja hefur áþekk áhrif og þrombín á NO myndunina má leiða líkum að því að munurinn milli ætanna sé ekki bundinn við þrombín heldur nái til annarra áverkunarefna sem nota Ca2+ sem boðefni. Ekki er ljóst hvað það er í æti 199 sem leiðir til þess að ATP lækkun verður í frumunum. Búið er að sýna fram á að meðhöndlun með súrum fosfatasa kemur í veg fyrir ATP lækkunina sem bendir til þess að fosfat tengt efni stuðli að lækkuninni. Beinast spjótin aðallega að a- tókóferól fosfati sem er í æti 199 en ekki æti 1640. Áhrif íslensks trjábarkar á þroskun angafruma Ylfa Rún Óladóttirl, Arnór Víkingsson2,3, Jóna Freys- dóttir3,4 lLæknadeild HÍ, 2Gigtlækningadeild Landspítala háskólasjúkrahúss, 3Rannsóknastofa í gigtsjúkdómum, Landspítala háskólasjúkrahúsi, 4Rannsóknarstofa í ónæmisfræði, Landspítala háskólasjúkrahúsi Inngangur: Salicýlsýra hefur verið notuð sem bólgueyðandi og verkjastillandi lyf í nokkur þúsund ár. Salicýlsýru er að finna í berki af grátvíði og hún er einnig í mörgum plöntum, grænmetistegundum og ávöxtum. Markmið þessa verkefnis var að skoða áhrif íslensks trjábarkar og salicýlsýru á sérhæfingu ónæmissvars og til þess notað in vitro angafrumulíkan. Efni og aðferðir: CD14+ mónócýtar voru einangraðir úr blóði heilbrigðra einstaklinga og þroskaðir í óþroskaðar angafrumur. Óþroskuðu angafrumurnar voru svo ræstar í þroskaðar angafrumur (neikvætt viðmið) og prófefnunum salicýlsýru, íslenskum birki- og lerkiberki eða jákvæðum viðmiðum bætt í rækt. í frumuflæðisjá var metinn árangur einangrunar CD14+ mónócýta, þroskun þeirra í óþroskaðar angafrumur og ræsing angafrumanna í þroskaðar angafrumur með því að skoða tjáningu ýmissa yfirborðssameinda sem eru einkennandi fyrir ákveðin stig í þessu þroskaferli. Einnig var skoðuð tjáning yfirborðssameinda, sem eru taldar skipta máli fyrir stjórnun bólgusvars, á þroskuðu angafrumunum. Magn bólguboðefnanna IL-6, IL-10 og IL-12 sem angafrumurnar seyttu frá sér var mælt með ELISA aðferð til að meta áhrif prófefnanna á angafrumurnar. Niðurstöður: Niðurstöðurnar úr frumuflæðisjá bentu til þess að einangrun og þroskun mónócýtanna í óþroskaðar angafrumur og svo áfram í þroskaðar angafrumur hefði tekist vel. Hins vegar var lítill munur á tjáningu yfirborðssameinda hjá þroskuðum angafrumum sem voru ræktaðar með prófefnunum. Mælingar á IL-12 framleiðslu sýndu að salicýlsýra, birki- og lerkibörkur í háum styrk minnkuðu IL-12 seytun, en höfðu engin áhrif á IL-6 seytun. Ekki tókst að mæla IL-10. Ályktun: Frumniðurstöður benda til þess að salicýlsýra í styrknum 100 pg/ml dragi úr IL-12 framleiðslu og að birki- og lerkibörkur í sama styrkhafi samsvarandi áhrif. Hugsanlegt er því að birki- og lerkibörkur hafi ónæmisbælandi áhrif með því að draga úr IL-12 framleiðslu. Lykilorð: angafrumur, salicýlsýra, aspirin, IL-12. Áhrif Infliximab og TGF-þl á sérhæfingu T-stýrifrumna Þórunn Hannesdóttirl, Brynja Gunnlaugsdóttir 2,3, Inga Skaftadóttir3, Björn Rúnar Lúðvíkssonl,2,3 lLæknadeild Háskóla íslands, 2Rannsóknarstofa í gigtsjúkdómum, 3Ónæmisfræðideild LSH Inngangur: Bólgumiðlandi boðefnið TNFa mælist hækkað í sjúklingum með iktsýki (rheumatoid arthritis) og hafa nú verið þróuð lyf sem hlutleysa það. Einnig hefur verið sýnt fram á hugsanlegt hlutverk T-stýrifrumna (CD4+CD25+T-frumur) í sjúkdómsmynd iktsýkinnar. Hugsanleg er að meðferð með anti-TNFa lyfjum stuðli að þroskun Treg úr CD4+CD25-T-frumum, en vitað er að TGF-þl getur einnig stuðlað að þroskun þeirra. ÁhrifInfliximab(anti-TNFalyf)ogTGF-(3láCD4+CD25- T-frumur úr heilbrigðum fullorðnum einstaklingum voru metin við mismunandi ræsingarskilyrði til að kanna frekar áhrif þeirra á sérhæfingu CD4+CD25- T-frumna yfir í Treg. Efniviður og aðferðir: CD4+CD25- T-frumur voru einangraðar úr blóði 8 heilbrigðra einstaklinga, en aðeins 4 tilraunir tókust. Frumurnar voru örvaðar með vaxandi styrkleika af anti-CD3 (0,1 og lOpg/mL), í sermislausu æti, +/' TGF-þl og +/- anti-TNFa (Infliximab). Helmingurinn fékk viðbótarörvun um CD28. Frumur voru ræktaðar i rakamettuðum hitaskáp v/37°C í 96 klst. Frumufjölgun var metin með upptöku geislavirks [3H] thymidíns. I upphafi og lok ræktunar var tjáning yfirborðssameinda sem og umritunarþáttarins Foxp3 metin með flúrskins merktum mótefnum í flæðifrumussjá. Einnig var gerð magnmæling á IL-2 í frumuræktarfloti með ELISA aðferð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.