Úrval - 01.05.1963, Page 22
30
ÚRVAL
Skipstjóri einn hafði þau orð
yfir, að hann hefði séð annan
turninn, sem þá var aðeins hálf-
reistur, 20 milur frá landi. 011
skip, sem koma til New York,
munu sigla undir briina; hún mun
sjást hátt úr lofti, og vafalaust
má telja, að menn leggi á sig
talsverðan krók einungis til að
sjá brúna. Þegar smíði brúar-
innar lýkur árið 1965, er áætlað,
að kostnaður við hana verði um
325 milljónir dollara, og getur
engin brú státað af svipaðri upp-
hæð.
FRAKKLAND—ÍTALÍA — Mont
Blanc göngin. í fjög'ur ár hafa
franskir og ítalskir vinnuflokk-
ar unnið að smíði lengstu jarð-
ganga veraldar —- Mont Blanc
ganganna undir Alpafjöll. Bil-
fært hefur verið yfir Alpana á
sumrin, en erfitt hefur oft verið
um samgöngur á veturna. Bila-
eigendur hafa annað hvort orðið
að láta flytja farartæki sín með
lestum um minniháttar jarðgöng
eða þá að leggja lykkju á leið sina
alla leið austur i Brenner—skarð,
eða þá loks að sneiða framhjá
Ölpunum suður með frönsku Ri-
vierunni. Á miðju ári 1964 munu
bílar og áætlunarvagnar geta
ekið um þessi heljarmiklu jarð-
göng, sem liggja undir hinu mikla
bákni Mont Blanc. í fyrsta sinn
í sögunni verður hægt að aka
stytztu leið frá Róm til Parísar
allan ársins hring. Vegurinn frá
Genf til Torino verður næstum
fjórum sinnum styttri að vetri
til.
Frakkland og Ítalía standa að
mestu straum að hinum gifurlega
kostnaði við byggingu jarðgang-
anna, en bæði Genfarfylki og
Genfarborg taka einhvern þátt í
kostnaðd. Byggingarfyrirtækin
munu fá vissan aksturstoll af
göngunum, sem lokið var að grafa
í ágúst í fyrra. Það var enginn
hægðarleikur að bora þessi miklu
göng. í einni sprengingunni
leystist jökulá úr læðingi og
flæddi um göngin. Frakkar
misstu þarna fimm vinnumenn
og mun fleiri særðust alvarlega.
ítalir misstu e-innig fimm menn.
Og í fyrravor féll svo mikil snjó-
skriða á bæðistöðvar vinnu-
manna, og létust þá enn þrír.
Mont Blanc göngin (þau liggja
raunar ekki béint undir Mont
Blanc, heldur rétt norðaustan við
sjálft fjallið) verða litbúin tveim-
ur akbrautum og gangstéttum til
hliða beggja megin. Með nálægt
300 m millibili verða útskot til
viðgerða. Áætlað er, að um 40.000
vörubilar og langferðabílar fari
um göngin á ári og um 400.000
bílar, og munu þeir fara vega-
lengd á 15 mínútum, sem oft er
nú farin á einum degi.