Úrval - 01.05.1963, Blaðsíða 123
MAÐURINN Á JÖKLINUM
131
hjálp. FerSin gekk liægt og erf-
iðlega, enda fann hann til mik-
ils sársauka i fætinum. Hann
grét af gleSi, þegar hann loks
sá fyrir endann á för sinni.
Þegar hann komst ofan af jökl-
inum við illan leik, lét hann sig
siga ofan á klettasyllu neSst í
fjallshlíSinni. En þá komst hann
ekki lengra. Hann gat séð ofan
á bílastæðið þaSan sem hann
sat; hann sá jafnvel móta fyrir
bilnum sinum i hálfrökkrinu.
En honum var ómögulegt að
komast ofan af þverhníptri
klettabrúninni hjálparlaust. Það
væri óðs manns æði að reyna.
Hann settist þvi niður og beið
átekta. Það leið og beið og' ekk-
ert lát var á rigningunni. Þegar
hann loks sá móta fyrir manni
fyrir neðan fjallið trúði hann
ekki sínum eigin augum. En það
var ekki um að villast þarna var
maður á ferð. Þegar hann kall-
aði á hjálp, gaf maðurinn merki
um að hann liefði séð til hans.
Þegar Jerry hafði verið hjálp-
að niður á biiastæðið, skýrði
hann frá þvi eins greinilega og
honum var unnt, hvar félagar
hans voru niður komnir. Náð
var í hjálparleiðangur frá
Juneau, og Jerry var ekið á spít-
ala. Þá var klukkan tíu um
kvöldið.
Köld nóttin grúfði sig yfir
mennina tvo í jökulsprungunni.
Þeir töluðu nú minna en áður,
en biðu átekta i nærri tilfinn-
ingarlausum doða. Stundum var
eins og þeir hrykkju upp af
vondum draumi, og þá greip ótt-
inn þá á ný. Af og til hrundi
íshröngl niður á höfuð þeirra
og stundum komu stórar skrið-
ur brunandi niður með veggj-
um gljúfursins. Síðustu stund-
irnar fyrir sólaruppkomu voru
þeir sífellt að ýta hvor við öðr-
um til þess að sjá um, að þeir
sofnuðu ekki.
Um sjöleytið morguninn eftir
heyrðu þeir óljóst hljóð í fjar-
lægð. Hljóðið barst nær og loks
heyrðu þeir mannamál beint
yfir höfðum sér. „Við erum
hérna,“ kallaði Gale. „Hérna
niðri i sprungunni."
Þegar hér var komið sögu
voru þaulvanir fjallgöngugarp-
ar á víð og dreif um jökulinn.
Þeir höfðu leitað stanzlaust til
klukkan eitt nóttina áður, en án
árangurs. Síðan höfðu þeir haf-
ið leitirnar að nýju við sólar-
uppkomu daginn eftir með að-
stoð þyrluvélar. Flugmaður
þyrlunnar reyndi árangurslaust
að finna jökulsprungu þá, er
Jerry hafði lýst fyrir lionum.
Þá sneri hann aftur tit Juneau,
og fékk Jerry í för með sér.
Hann þekkti sprunguna þegar í
fyrsta flugi yfir jökulinn, og