Úrval - 01.05.1963, Qupperneq 138
146
ÚR VAL
táknrænt dæmi um sveitasælu og
Zanzibar. Landslagið er óendan-
lega auðugt af fegurð og gróðri.
Allt árið blómgast litskrúðugar
hitabeltisjurtir. Tært vatn ólgar
fram í fjölmörgum smáum upp-
sprettum. Turnháir kókospálmar
svigna tígulega fyrir monzún-
vindinum og alls staðar er sterk-
ur, angandi ilmur í lofti.
Hið forna nafn á Zanzibar er
Unguja: Land allsnægtanna.
Gróður hvers konar tegundar
vex nær ótakmarkað og íbúarnir
þurfa naumast að hreyfa litla
fingur til að breyta þeim gróðri
í peninga. Á Zanzibar og Pemba
er t. d. ræktaður 80% af öllum
negul, sem notaður er. Auk þess
flytja eyjarnar út mikið magn af
lcókoshnetukjörnum. Alls konar
ætir ávextir vaxa villtir: bananar,
brauðaldin, appelsinur, sítrónur,
súraldin, grapealdin, mangóávext-
ir, ananas og margir aðrir, sem
við eigum engin nöfn á.
En það er samt negulblómið
sem hæfir bezt lyndiseinkunn
landsmanna. Þegar negulblómið
hefur verið gróðursett, þarf hinn
værukæri eigandi þess aðeins að
siija í skugganum og biða þess
að hinir örsmáu, grænu blóm-
knappar breytist í peninga. Jafn-
vei þegar markaðurinn er sem
verstur, getur gott tré gefið af
sér arð er nemur sex sterlings-
pundum á ári. Þegar timarnir eru
góðir, rignir blátt áfram pening-
um yfir þá, sem sitja undir trénu.
Frjósemi eyjarinnar hefur gert
tilveru hinna 307,000 íbúa hennar
dásamlega hæga og þægilega.
Meiri hluti þeirra er af afrískum
uppruna, en á undanförnum öld-
um líafa Arabar, Indverjar, Persar
og aðrir útlendingar tekið sér ból-
festu á eyjunni. Arabarnir lögðu
fyrstir undir sig eyjuna og þeir
hafa svo lengi tengzt Afríku-
mönnum, að það er orðið erfitt
að sjá glöggan greinarmun á þeim.
Jafnvel sjálfur soldáninn hefur
afrískt blóð í æðum. Og mál eyj-
arinnar, Swahili, er komið af
hinu afríska bantu-máli og ca.
þriðjungur orða þess er af ara-
biskum uppruna. Það er mjúkt,
hljómfagurt mál, sem hæfir Zanzi-
bar langtum betur en hin harða,
ikverkmælta arabiska.
Flestir íbúar Zanzibar eru þrif-
legir, hrífandi og frámunalega
latir. Náttúran hefur hlíft þeim
við því að þurfa að vinna frá kl.
9 til 5. Á heimilum eyjabúa standa
dyrnar opnar allan daginn. Jafn-
vel framandi maður getur bara
gengið inn, sagt „Hodi“ (Góðan
dag) og þá fær hann kaffi og
kökur og getur átt skemmtileg-
ustu viðræður við húsráðanda,
klukkustundum saman. Hláturinn
bergmálar mn Zanzibar þvera og
endilanga. Hver og einn er helzt
til ánægður með að hætta því,