Úrval - 01.05.1963, Síða 157
HASPUTIN, LODDARINN MIKLI
leið og gerir eins og' honum sýn-
ist
„ÞaS var slcakkt af okkur aS
eiga nokkuð saman viS hann aS
sælda,“ sagði Anna Vyrubova.
„Ilann er siSlaus, fifldjarfur,
ruddalegur. En skyndilega get-
ur hann orðið bliður og góður.
Eg hef séS hann láta fólk ganga,
sem ekki hafði gengið árum
saman. Hann biðst fyrir ákaft
og starir á það með þessum
liræSilegu augum sínum. Svo
segir hann því að ganga, og það
gengur.“
„Engu að síður verðum við
að aðhafast eitthvað," sagði
þingmaðurinn, „áður en hann
veldur einhverju óbætanlegu
tjóni.“
Það varð áhyggjufull þögn,
sem Hermogen biskup að lokum
rauf.
„Ég held, að mér hafi dottið
í hug leið til þess að ná okkui)
niðri á honum,“ sagði hann.
„Hann hefur skipað fávísan og
drykkfelldan munk, að nafni
Sabler, í hið forna biskups-
embætti i Tóbolsk. Ég ætla að
reyna að sannfæra hann um,
að hann hafi valið rangt, og
verði að breyta þessari skipan.
Þá kemst hann ekki undan að
segja annaðhvort já eða nei.
„Og ef hann gerir þá ekki
eins og honum er sagt,“ sagði
105
þingmaðurinn, „verður eitthvað
að gera við hann.“
Þegar þessir dulbúnu úrslita-
kostir voru lagðir fyrir Rasput-
in, skildi hann glöggt, hvar fisk-
ur lá undir steini. 1 tvo daga
drakk hann og rásaði æstur um
göturnar og reyndi að komast
að niðurstöðu um, hvað gera
skyldi. Að lokum tók hann fasta
ákvörðun. Hann ætlaði ekki að
hlusta á nokkurn mann, aðeins
láta leiðast af rödd Guðs innra
með honum sjálfum.
í stað þess að reyna að lireyta
hinni umdeildu veitingu, fékk
hann keisarann til að senda
Sabler heillaóskaskeyti í tilefni
af því, að vera nú lcominn í
Synodu biskupanna. Þar sem
ekkert fordæmi var fyrir þvi
að keisarinn óskaði mönnum til
hamingju, sem hann var þegar
búinn að skipa, gat Hermogen
biskup ekki verið í vafa um,
hvað þessi atburður táknaði. Það
var augljós ögrun af hendi Ras-
putins.
GRIMMILEGIR MÓTLEIIÍIR.
Sýnilegt var, að þessi bónda-
uppskafningur var óviðráðanleg-
ur og að nauðsynlegt var að
taka hann til bæna. í fyrstu
ætluðu þeir að nota þetta ill-
ræmda Kassanmál og koma af
stað réttarhöldum út af kyn-
ferðisárásinni. En sú tilraun