Úrval - 01.05.1963, Qupperneq 172
180
ÚRVAL
iim þetta, Felix Felixovitch?"
Prinsinum brá svo, að hann
var orSlaus, og þrátt fyrir dauft
kertaljósið, hlýtur Rasputin að
hafa séð, að hann fölnaði.
„Gleymið því,“ mælti Ras-
putin og hló háðslega. „Ég er
reiðubúinn. Við getum farið.“
HANN VILDI EIŒI DEYJA.
Þegar þeir komu inn i húsið
hjá Yussupov, heyrðu þeir
mannamál úr skrifstofunni, þvi
að samsærismennirnir höfðu
komið sér saman um, að Ras-
putin mætti ekki halda að hann
væri einn í húsinu.
„Hverjir eru þarna uppi?“
spurði hann hvasst.
„Það er konan mín og nokkr-
ir vinir hennar,“ svaraði Yussu-
pov. „En þeir fara bráðum. Við
skulum koma niður og fá okkur
glas af vini.“
Þegar þeir komu niður, ætl-
aði Yussupov að gefa Rasputin
af eitraða víninu, en hann bað
heldur um te, en í teið hafði
ekkert eitur verið látið. Hann
lagaði því te handa honum og
ýtti svo til hans eitruðu kökunni.
Honum til léttis tók Rasputin
þegar einn bitann og át og hætti
ekki fyrr en hann hafði etið
þá alla þrjá. Eftir því, sem
Lasovert hafði sagt, átti Ras-
putin nú að hafa tekið skamt
af blásýru, sem nægði til að
drepa marga menn. Yussupov
bjóst við, að Rasputin félli þá
og þegar dauður niður.
En á Rasputin sáust engin
merki vanliðunar. Yussupov
hellti þá víni í glas og rétti
honum, og í þetta sinn tók Ras-
putin við þvi og tæmdi í botn
og sömuleiðis annað til. „Þetta
hlýtur nú að duga,“ hugsaði
Yussupov, en engin breyting
sást á andliti Rasputins. Þá tók
hann nú hendi upp að hálsinum
og bar sig til eins og hann ætti
erfitt með að kyngja.
„Líður yður ekki vel, faðir
Grigori?“ spurði Yussupov.
„Eitthvert beiskt bragð í
munninum, það er allt og sumt,“
sagði hann. „Gefið mér meira
vin, mig þyrstir.“
Með skjálfandi hendi hellti
prinsinn i glasið. Þá benti Ras-
putin á gitar, sem hékk á vegg-
num og sagði: „Syngið eitt-
hvað.“
Yussupov var nú orðinn svo
órór og miður sín, að hann
gat naumast staðið. Hann tók
þó niður gítarinn og reyndi að
glamra eitthvað.
„Leikið eitthvað fjörugt og
syngið,“ sagði Rasputin.
Yussupov tókst að standa á
fætur og hella í fjórða glasið
fyrir Rasputin.
„Drekkið, faðir Grigori,“
muldraði hann. „Drekkið út,