Úrval - 01.10.1963, Qupperneq 11
Enginn verður spámaöur í sínu
föðurlandi:
Hinn frægi skozki gamanleikari,
Sir Harry Lauder, heimsótti eitt
sinn fæðingarþorp sitt, Portobello,
á hátindi frægðar sinnar. Þar
var hann beðinn að skemmta
þorpsbúum. Þeir hlustuðu stein-
þegjandi á hann, og þegar því var
lokið, yfirgaf Harry leiksviðið
mjög dapur í bragði, því að honurn
hafði aldrei verið tekið með
slíkri þögn.
Sá, sem hafði séð um sýning-
una, þaut til hans og sagði:
„Plarry, þú varst alveg stórkost-
legur!"
„Hvernig geturðu sagt slíkt
og þvilikt?" spurði hann óhugg-
andi Harry. „Ég sagði þeim alla
mína beztu „bandara“, söng
beztu lögin mín fyrir þá, og mér
mistókst algerlega."
„Hvaða vitleysa, maður!“ sagði
hinn. „Þú varst alveg stórkost-
legur. Þeir urðu að taka á öllu
sem þeir áttu til þess að pína
niður í sér hláturinn."
Jerome Beatty, jr, skýrir frá
eftirfarandi í Saturday Review:
„1 New York er til stofnun nokk-
ur, sem heitir Mannfjölgunar-
nefndin" og glímir hún við o£-
fjölgunarvandamálið. Stofnun
þessi er nýflutt í stærri húsa-
kynni.“
David Niven kvikmyndaleikari
var við myndatöku á Italíu og
slapp eitt sinn undan ásókn eigin-
handarsafnara með því að smeygja
sér inn í skemmtigarð. Þá sá hann,
að enn hafði hann ekki sloppið
algerlega, Því að bandarískur
skemmtiferðamaður og kona hans
voru á hælum honum, og auð-
vitað var maðurinn með mynda-
vélina á lofti. Niven gafst því
upp og beið þess, að þau næðu
honum.
Þegar þau höfðu náð honum,
rétti maðurinn Niven vélina og
sagði: „Afsakið, en vilduð þér nú
ekki vera svo vænii að taka
mynd af okkur hjónunum?"
D. Elton Truebloed
Sumir bölsýnismenn hafa orð ð
þannig á því að styðja bjartsýnis-
menn fjárhagslega.
Fred W. Bender.
Því þynnri sem ísinn er, því
æstari eru aliir í að prófa, hvort
hann haldi nú ekki
Josh Billings.