Úrval - 01.10.1963, Side 15
LOFTSTEINAR, GESTIR UTAN ÚR . .
27
1/10 úr þumlungi í þvermál og'
vega brot úr grammi, en virðast
þó vera risavaxnir eldhnettir
vegna ofsaglampa síns.
Þessir litlu lofsteinar brenna
upp til agna, löngu áður en
þeir komast nálægt jörðu, en
þeir, sem eru á stærð við fót-
bolta, þegar þeir komast í snert-
ingu við gufuhvofið, hafa mögu-
leika á aS komast til jarSar,
þótt þeir verði þá ekki stærri en
matbaun, þegar þangað er kom-
iS.
ASrir ofsalega stórir loftstein-
ar hafa ruðzt inn í gufuhvolf
jarSar og veriS svo stórir, þegar
til jarðar kom, að þeim tókst að
gera töluverða dæld í jarðskorp-
una.
Einn þessara, milljónir tonna
af þyngd, féll fyrir löngu á
svæði því, sem nvi nefnist Ari-
zonafylki. Hann myndaði gig,
sem var 600 fet á dýpt og 4.000
fet i þvermál. Loftsteinninn
sjálfur hefur ekki fundizt, en
borsýnishorn gefa til kynna, að
hann kunni að hafa grafizt í
jörðu um 1200 fetum undir gígn-
um.
Gígur nokkur i Wabar i Saudi
Arabíu, 300 fet í þvermál og 40
fet á dýpt, og 13 stórir gígir í
miðhluta Ástralíu sanna einnig
að geysistórir loftsteinar skella
einstaka sinnum á jörðinni.
Loftsteinar þeir, sem vísinda-
menn hafa fundið, eru annað
hvert úr steinefnum eða málmi.
Stærsti lofsteinninn úr stein-
efnum fánnst á Lönguey (Long
Island) við New York og vó
1110 pund. Málmloftsteinar eru
yfirleitt stærri, og eru þeir
venjulega úr járni eða nikkel.
Einn, sem vó 78.210 pund, fannst
í Grænlandi, og annar risavax-
inn fannst í Afríku árið 1947 og
vó 131.680 pund!
OFFITULÆKNINGAR.
Læknar við Pennsylvaniuháskólann segja, að eftir fyrsta dag
offitulækningaaðgerða, sem fólgnar eru í „algerri föstu“, hafi
sjúklingarnir fundið til vellíðunar og einnig til töluvert minnk-
andi matarlystar. Sjúklingar standast betur föstuaðferðina en
venjulegt megrunarfæði, og hefur 5—14 daga fasta reynzt hafa
varanleg áhrif til megrunar, en að þeim tíma liðnum er sjúk-
lingnum gefið fæði, sem nemur aðeins 1300—1900 hitaeiningum
á dag. Einn sjúklingur léttist úr 270 pundum i 202 pund á níu
mánuðum.