Úrval - 01.10.1963, Síða 18
30
ÚRVAL
en þinn. En það sem á veltur, er
að taka til greina, hvað hæfir
þér sjálfum. ÞaS kann aS vera
rétt, að þú borSir ósköp lítiS, en
sértu vafalaust of feitur, er þetta
litla samt of mikiS. Þú þyngist
þvi aðeins, áð það verður einhver
afgangur, sem safnast fyrir, eftir
að fæðan hefur fullnægt þörfum
iíkamans fyrir hita, orku og sliti.
Ofát er viss aðferð til að af-
skræma sjálfan sig. Offitan getur
orðið jafn óásjáleg og tilbúnu
örin, sem villimenn skreyta sig
með. Og hún getur líka orðiS
stórhættuleg eins og aðrar frum-
stæðar trúarvenjur.
En það er ekkert frumstætt við
offituna. Satt að segja er hún
sjúkdómur, sem tilheyrir tuttug-
ustu öldinni. Læknar segja, að
þeir eyði meiri tíma í það nú
en nokkru sinni fyrr, að reyna
að grenna bæði karla, konur og
biirn. Það er talið að feitt fólk í
þessu landi (Englandi) þurfi
fimm milljón læknisviðtöl á ári.
Það er ekki ólíklegt aS þú segir
sem svo, að læknar hafi annað
að gera en að hjálpa fólki til að
grenna sig. En þú gætir þá alveg
eins sagt, að þeir hefðu annað
að gera en að lengja líf manna,
því að það, aS gera feitan mann
léttari, getur þýti nákvæmlega
það. Feitt fólk er móttækilegra
fyrir ýmsa sjúkdóma, sem stytta
lifið, heldur en fólk, sem hefur
eðlilega þyngd. Að jafnaði stytt-
ist lífsvon þín í sama hlutfalli og
offita þín eykzt.
Hár blóðþrýstingur og hjart-
veiki er meðal þeirra sjúkdóma,
sem eru algengari hjá feitu fólki
en grönnu. Og það er ekki að
undra, þar sem aukin þyngd veld-
ur meira erfiði fyrir hjarta og
blóðrás. Og það eru fleiri af hin-
um þýSingarmestu líffærum, sem
ef til viil valda ekki því aukna
erfiði, sem á þau er lagt. Fólk
með sykursýki og gallblöðrubólgu
er oft of feitt. Einnig er aug-
ljóst, að mikið reynir á fæturna,
sem verða að bera hina auknu
byrði og er því hættara við sjúk-
dómum eins og liðagigt og æða-
linútum.
Vegna offitunnar kann bæði
árafjöldinn, sem menn lifa og
lífsnautnin að minnka. ÞaS er
viðbúið, að sá, sem er síþreyttur
af að bera, hvert sem hann fer,
allmikla byrði af óþarfa fitu,
njóti ekki lifsins til fullnustu.
Það er heldur eltki von að þeir
menn hafi mikla ánægju af líf-
inu, sem eru síkvartandi yfir
þyngd sinni.
Tryggingafélög hafa engan frið
fyrir útsmognum kaupsýslu-
mönnum, sem vilja græða pen-
inga. En annars vegar hagnast
þau ekki á að hafna viðskiptum,
og hins vegar tapa þau á að líf-
tryggja fólk, sem nær ekki meðal-