Úrval - 01.10.1963, Síða 19
OFÁTIÐ SEIGDREPUR
31
aldri. Þau eru vön því, að taka
á sig skynsamlega áhættu, en þá
áhættu, að líftryggja fólk, sem
er langt fyrir ofan eðlilega þyngd,
kæra þau sig ekki um að taka á
sig. Úr því að þeim vex í augum
áhættan, þar sem aðeins fáein
skitin sterlingspund eru i veði,
ættir þú að ihuga áhættu þína,
sem átt líf þitt i veði.
Bezta tryggingin.
Feitur maður, sem nýlega fór
í læknisskoðun vegna líftrygg-
ingar, tryggði sig fyrir háa upp-
hæð. Hún var sérstaklega til þess
ætluð, að tryggja framtíð konu
og barna, greiða erfðafjárskatt og
kosta menntun barnanna. Hann
var allríkur faðir og fús til að
leggja á sig þungar fjárhagslegar
fórnir til þess að veita börnum
sínum öll tækifæri í lífinu. Mað-
urinn varð undrandi, þegar hon-
um var sagt, að það bezta, sem
hann gæti gert fyrir konu sína,
væri að hætta öllu ofáti, því að
engin líftrygging gæti bætt kon-
unni upp missi eiginmannsins.
Ef honum væri annt um að
tryggja framtíð barna sinna,
skyldi hann hætta að seigdrepa
sig með eftirlæti við sjálfan sig,
og komast niður í eðlilega þyngd.
Hvernig á svo að draga úr
þyngdinni? Er nauðsynlegt að
taka upp sérstakt fæði með viss-
um fjölda hitaeininga? Vitan-
lega veltur á hitaeiningunum, en
það er erfitt að telja þær og ekki
öllum hent. En það má einnig
ná markinu á þann einfalda liátt,
að borða og drekka minna af öllu
en áður, og gera það við hverja
einustu máltíð.
Ef þér tekst að léttast um eitt
kíló á viku, ertu á réttri leið.
Ef þú léttist minna en þetta, ertu
enn of góður við sjálfan þig, og
ef þú léttist mikið meira ertu
of strangur við þig. Það ska! við-
urkennt, að þú þarft að gæta þín
betur fyrir sumum fæðutegund-
um en öðrum, en allt óhóf í mat
og drykk, hverju nafni sem
nefnist, eykur þyngd þina. 011
sterkja, þar á meðal sykur, korn
og mjölmatur, er varasamari en
aðrar fæðutegundir, og þarf að
minnka þess konar fæðu veru-
lega. Kjöt, fiskur og egg örva
líkamann til meiri bruna og eru
því ekki eins varasöm. Töflur
draga ekki úr þyngdinni, heldur
aðeins úr matarlystinni, og kunna
aðeins að koma að gagni í byrj-
un. Þe-im fylgir einnig sú hætta
að menn venjast á þær.
Margt fólk og flestir læknar
kjósa fremur viljakraft en pillu-
kraft. Til þess að megra þig verð-
ur þú að vera strangur við sjálf-
an þig. Og ef þú ert það, muntu
njóta lífsins betur í öllum skiln-
ingi. Vertu þess vegna grimmur,
til þess að vera góður.