Úrval - 01.10.1963, Blaðsíða 23
FERÐIN TIL VENUSAR
35
am Hayward Pickering, var á-
byrgður fyrir liluta þessara út-
reikninga. Eðlisfræðingur þessi,
sem fæddur var á Nýja-Sjálandi,
hafði tekið við störfum von
Iíarmans við tækniháskólann.
Hann er viðurkenndur sérfræð-
ingur i fjarlægðarmælingum og
fjarstýritækni, er byggist á raf-
eindatækninni. Pickering hélt
fjölmarga fundi og leitaði ráða
allra þeirra, er við þýddi að
tala. Að lokum var ákveðið að
nota ,,léttan“ Mariner til Yenus-
arferðarinnar.
„Mariner" yrði að yfirgefa
jörðu, þegar Venus væri í hag-
stæðri stöðu miðað við jörðina,
en slík er staðan á 19 mánaða
fresti. Næsta tækifæri gæfist
því sumarið 1962, um 9 mán-
uðum frá þeim tíma, er hin
mikla ákvörðun var tekin. Um
þetta sagði Pickering: „Sam-
kvæmt gömlu máltæki þarf níu
mánuði til allra þeirra fram-
kvæmda, sem eitthvað kveður
að.“
Þannig yrðu tvö „Mariner“
geimför að vera tilbúin á Cana-
veral höfða í júnimánuði 1962,
og því var unnið baki brotnu
i tilraunastofunum. Notazt var
við sams konar skrokk og hin
ógæfusömu för af „Ranger“
gerð höfðu liaft. Við þetta var
bætt útbúnaði, sem fundinn
hafði verið upp fyrir hina þyng-
ri gerð, er Kentár hafði átt að
skjóta á loft og nauðsynlegur
var fyrir hina lengri ferð til
Venusar. Við þetta bættust eins
mörg rannsóknartæki og mögu-
legt var að troða i geimfarið.
Sérhver smáhluti tælcjanna var
margreyndur og oft var rifizt
og þráttað.
„Mariner“ fór að taka á sig
lögun. Geimfar þetta var furðu-
legur og fallegur hlutur. Skrokk-
urinn var fjaðurléttur, gerður
úr gljáfægðu alumini. Hlutar
úr magnesium voru húðaðir
gulu gulli. Sólflekarnir (geimfar
drekkur í sig sólarljós líkt og
ungbarnið loftið) voru rauð-
fjólubláir. Þeir líktust vængjum
furðulegs risafiðrildis. í hinum
gullna sexhyrnda kviði þess
voru rafeindavöðvar, heilar og
taugahnoð, ofin saman með hár-
fínum vírum. „Mariner" var
byggður fyrir hinn þyngdarlausa
og stormlausa geim, og virtist
geimfarið undur veikbyggt. Sið-
an var þvi stungið i odd eld-
flaugarinnar, er skjóta skyldi þyí
á loft, og þar reyndist það þola
ofsalegt álag, er molað hefði
þetta vökvafyllta, límkennda
fyrirbrigði, mannslíkamann.
Þ. 22. júli var Venus í sinni
ákjósanlegustu afstöðu til jarð-
arinnar, og þá lagði „Mariner“
I. af stað frá Canaveralhöfða
j sina firnalöngu ferð, IJm þríð