Úrval - 01.10.1963, Side 24
36
ÚRVAL
steig Atlas-flugskeytið á réttan
hátt, en syo byrjaði það að rugga
og hristast til eins og fiskur,
sem er að reyna að losa sig af
öngli. Allir starfsmenn á Cana-
Veríalhöfða störðu fullir von-
brigða á skeytið, er öryggisfor-
inginn þrýsti á eyðingahnapp-
inn. Eldflaugin leystist upp í
appelsínugulum loga og regni
rjúkandi agna.
ÁFRAM TIL VENUSAR.
„Ófarir þessar riðu okkur
nœstum að fullu,“ sagði Jack
James, yfirmaður tilrauna þess-
ara. „Okkur leið alveg' óskaplega,
en svo fórum við að hugsa um
„Mariner“ II. Nú var eina von
okkar tengd næsta geimfari.“
Og þeir tóku til óspilltra mál-
anna, án þess að bilbug væri
á þeim að finna.
„Mariner“ II. var tilbúinn á
skotpallinum þ. 27. ágúst, þeg-
ar afstaða Venusar var enn á-
kjósanleg. í þetta skipti g'ekk
loftskotið vel. Annað þrep Age-
na-eldflaugarinnar með „Marin-
er“ II. í oddi sinum komst út
fyrir gufuhvolf jarðar. 16 míti-
útum seinna skaut vél eldflaug-
arinnar henni aftur af stað, og'
nú i boglínu, sem liggja myndi
til Venusar. Nokkrum mínútum
síðar sprakk heill hópur
„sprengipinna“, og geimfarið
josnaði og breiddi úr vængjum
sínum. Rafstraumur hríslaðist
um straumkerfi þess. „Mariner“
II. var nú raunverulega kominn
af stað . . . til Venusar
Pickering og félagar hans
fylgdust með ferðum sköpunar-
verks síns líkt og áhyggjufullir
foreldrar. Það var svo margt
sem úr lagi gat farið. Efni, sem
„hegða sér vel“ í gufuhvolfinu,
reynast stundum gagnslaus í
geimnum utan þess. Sumir
málmar gufa bara upp. Önnur
hætta er hitinn. Sjálfur geimur-
inn hefur ekkert hitastig, en
sérhver hlutur í geimnum fær
hitastig, sem er komið undir
jafnvæginu milli geislunarinnar,
sem hann teluir í sig, og þeirr-
ar, sem hann gefur frá sér. Máln-
ingarldessa getur ráðið úrslit-
um um, hvort hlutur er kaldur
eða heitur. Hið sama er að segja
um gljáandi vélahlut, sem endur-
varpar sólarljósi á hlut, sem
drekkur í sig ljós.
Eitt erfiðasta viðfangsefnið
við smíði hæfs geimfars er fólg-
ið i því, að sjá svo um, að all-
ir hlutir fái rétt hitastig úti í
geimnum.
í geimfarinu voru tveir út-
varpsmælar, sem grandskoða
áttu reikistjörnuna í leiðarlokin.
Annar var næmur fyrir útvarps-
örbylgjum, en hinn fyrir inn-
rauðum geislum. Þessar tegundir
geislana haga sér ekki á sama