Úrval - 01.10.1963, Qupperneq 27
FEFtÐIN TIL VENUSAR
39
saka yfirborð tnnglsins, svo að
stærri för, sem fyrr eða síðar
verða mönnuð, geti lent bar
heil á húfi. Sérhver geimfari,
sem lendir geimskipi sinu, verð-
ur að vita það fyrir fram, hvort
yfirborðið niður undan skipinu
er harður klettur eða djúpt,
mjúkt ryk, hvort það er geisla-
virkt eða algerlega óþekkt tungl-
efni, sem ekki er hugsanlegt, að
fyrir finnist á jörðunni. Og þeg-
ar geimförum rannsóknastofn-
anna hefur tekizt að lenda létti-
lega á tunglinu, geta þeir gert
slikt hið sarna á Marz og' síðar
á Júpíter, risareikistjörnunni,
sem virðist vera að springa i
loft upp vegna einhverrar óskilj-
aniegrar ólgu og umbrota.
Nú hefur velgengni „Mariners“
II. sannað, að þetta er hægt. Og
því eru vísindamennirnir vissir
um, að hvert svo sem geimfarar
jarðarinnar kunna að hætta sér
i framtiðinni, þá niuni mannlaus
geimför ætíð hafa orðið á undan
þeim á ákvörðunarstaðinn.
GJÖRIÐ SVO VEL OG SNERTIÐ BLÓMIN.
1 sporöskjulagaða garðinum í Jurtagarði Brooklynhverfis í
New York eru mörg skilti með blindraletri. Á þeim sténdur: „Gjör-
ið svo vel og snertið blómin." Og blóm þau, sem athygli er vakin á,
hafa veriið valin sérstaklega til ánægju fyrir hina blindu, sem
þessi sérstaki garður var útbúinn fyrir.
Aðalhluti hans er sporöskjulöguð grasflöt, sem liggur lægra en
annar hluti garðsins, og liggja skáhallir stigar niður að henni.
Flestar jurtirnar eru við brún grasflatarinnar í olnbogahæð þeirra,
sem á flötunni standa. Þannig komast hinir blindu hjá þvi að
þurfa að beygja sig niður að skiltunum til þess að „lesa“ á þau
með fingrunum. Mörg þessi blóm, svo sem dalalilja, heliotrope,
blómstrandi tóbaksjurtir og lavender, hafa sinn sérstaka ilm, sem
sem auðvelt er að þekkja. Sumar jurtirnar eru sérkennilegar við-
komu, svo sem mullein. Við aðrar, svo sem piparmyntu, dill og
coriander, eru skilti, sem bjóða gestum að bragða á þeim.
Nokkrir blómagarðar fyrir blinda eru viða vegar um England
og Bandarikin, aðallega hlutar af stærri skemmtigörðum. Ofan-
greindur garður var útbúinn árið 1955.
Harpers's Magasine