Úrval - 01.10.1963, Blaðsíða 41
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR
53
róðra þrettán ára að aldri, og
sjóinn sótti hann í þrjátíu og
fimm ár, eða þar til hann flutt-
ist til HafnarfjarSar. Hann hélt
sjóróðrunum áfram, þótt myrkr-
ið færðist yfir, lærði að beita
lóðir blindur og' ganga um
bryggjur og' borðstoklca. Menn
gerðu það sér að skyldu að rétta
honum hjálparhönd. Sjálfsbjarg-
arviðleitnin, kappið og' hæfnin,
kallaði hið bezta fram í fari
félaganna, og það kunni hann
vel að meta.
Hann reri ekki aðeins í Eyj-
um. Þrettán vertíðir reri hann á
Austfjörðum, ýmist á Mjóafirði,
Norðfirði eða Þórshöfn. Auð-
vitað þurfti hann að vera með
kunnugum og fastráðinn i pláss,
en kjarkinn og dugnaðinn skorti
hann ekki. Eftir að hann kvænt-
ist stundaði hann einnig bú-
skap í Eyjum.
Mestu umskiptin í lífi Hall-
dórs urðu, þegar hann fluttist
fi-á Vestmannaeyjum til Hafnar-
fjarðar árið 1920. í Vestmanna-
eyjum var hann öllum og öllu
kunnugur, og umhverfið þekkti
hann gjörla, þrátt fyrir myrkrið.
Þar hafði hann líka ,,hlegið
bezt og grátið mest“, eins og
hann orðaði það eitt sinn sjálfur.
En atvikin höguðu því svo, að
hann hlaut að kanna nýja stigu.
Þá var hann hátt á fimmtugs-
aldri. Slík bústaðaskipti eru
nokkur þáttaskil í líl'i allra
manna, en þau eru mikil átök
blindum manni, sem verður að
hasla sér völl á nýjum vinnu-
markaði.
Athafnamestu verkstjórar í
Hafnarfirði á þessum árum voru
þeir Gisli Sigurgeirsson og Jón
Einarsson. Þeir höfðu þá með
höndum mest alla upp- og út-
skipunarvinnu, og hjá þeim var
mest ábatavon dugandi verka-
mönnum. Haft var á orði, að
ek-ki hentaði aukvisum að leita
eftir vinnu hjá Jóni og Gísla,
enda stjórnuðu þeir grófustu
og erfiðustu eyrarvinnunni.
Þarna lagði Halldór að, þegar
hann fluttist til Hafnarfjarðar.
Litu ýmsir með efa og vantrú
til blinda mannsins, er hann
mætti til vinnu. Vafalaust hefur
það verið honum vörn gegn
sárum að hann sá ekki augna-
gotur manna, en ummæli sumra
hlaut hann að heyra. En tillit
breyttust og raddir hljóðnuðu,
þegar menn kynntust Halldóri
og vinnubrögðum hans.
Halldór vann á eyrinni, þar
til hann var Icominn fast að
sjötugu. En þegar hlé varð á
vinnu, sem oft vildi verða á
þessum árum, sat hann heima
og fléttaði tágakörfur. Þessa iðn
kenndi Þórsteinn Bjarnason,
forvígismaður Blindravinafé-
lags, Halldóri skömmu eftir að