Úrval - 01.10.1963, Blaðsíða 42
54
ÚR VAL
liann fluttist til Hafnarfjarðar.
Halldóri þótti mikið til Þór-
steins koma og blessaði starfsemi
hans, enda forðaði hún honum
frá iðjuleysi, þegar árin færð-
ust yfir og heilsan tók að bila
til erfiðisvinnu.
—0—
Halldór Brynjólfsson kvæntist
árið 1907. Kona hans var Ivrist-
ín Vigfúsdóttir, ættuð af Rang-
árvöllum. Fluttist hún til Vest-
mannaeyja árið, sem liún giftist
Halldóri. Hún átti fimmtán ára
dóttur, Steinunni Sveinbjarnar-
dóttur, sem fluttist með móður
sinni til Eyja og var þar til
heimilis hjá þeim hjónum, þar
til hún giftist sjálf. Arið 1909
eignuðust þau Kristín og Hall-
dór dreng', sem hlaut nafnið
Brynjólfur Kristinn. Hann var
mikið efnisbarn, en þau misstu
hann tveggja ára gamlan. Eign-
uðust þau ekki fleiri börn.
Kristín Vigfúsdóttir var mikil
manndómskona. Hún studdi
mann sinn og leiddi í athöfnum
hans og sjálfsbjargarþrótti. Þau
hófu búskap jafnhliða sjósókn
Halldórs og höfðu bæði kú og
kindur. Þau reistu sér lítið hús,
Sjávargötu, skammt frá höfninni
og ræktuðu þar kálgarð. Einn-
ig ræktuðu þau sameiginlega
túnið, þar sem Gagnfræðaskóli
Vestmannaeyja var seinna reist-
ur. Halldór skar ofan af óræktar
þýfi liggjandi á hnjánum, en
konan pældi, og saman báru þau
áburð á nýræktina á bakinu
langa leið.
Halldór sá aldrei konu sina,
en þrek hennar, dugnaður og'
mannkostir, var gæfa hans og
gengi í myrkrinu. Það er til
marks um elju þeirra og dugnað,
að þegar þau fluttu burt úr Eyj-
um, seldu þeu eignir sínar fyrir
10 þúsund krónur, sem þá var
töluvert fé.
Steinunn, dóttir Kristinar,
giftist til Hafnarfjarðar árið
1920. Þá fluttust þau hjónin til
hennar. Bjuggu þau fyrst hjá
henni og manni hennar, Benja-
mín Eggertssyni, á Kirkjuvegi
30, en byggðu sér fimm árum
síðar tvílyft timburhús handan
við götuna. Leigðu þau neðri
hæðina, en bjuggu sjálf uppi.
Steinunn eig'naðist tvær dætur
með manni sínum, Kristínu og'
Soffíu. Strax og telpurnar kom-
ust örlítið á legg, urðu þær
augu Halldórs og fylgdu honum
um bæinn, er hann þurfti að
reka erindi. Var mjög kært með
þessum dóttúrdætrum konunnar
og Halldóri, og urðu þær honum
mikil stoð og' hamingjuauki.
Mörg fleiri börn réttu Halldóri
hjálparhönd, þegar hann þurfti
að komast leiðar sinnar, og