Úrval - 01.10.1963, Síða 48
60
ÚR VAL
hljóðnema í hendi, var eitt sinn
beðinn að flytja útvarpserindi
um hunda. Hann ók frá einum
bóndabænum til annars og sneri
aftur heim til sín með upptöku
af gelti 17 mismunandi hunda-
teguna, allt frá St. Bernards-
hundum til Pommernhunda.
Þegar hann hlustaði á bandið,
datt honum skyndilega í hug,
að setja mætti saman lag, ef
gelthljóðunum væri raðað nið-
ur á vissan hátt og þau sam-
stillt. Hann valdi gelt fimm
hunda, sem mynduðu tónstiga,
og síðan tók hann gelt hvers
þeirra upp aftur og aftur. Eftir
vikulangar tilraunir með slcær-
um og heftiplástri tókst honum
að framkalla nokkuð hrjúfa
útsetningu á laginu ,,Ó, Súsanna“
Síðar ákvað hann að reyna
að búa til grammófónplötu til
sölu, og á henni áítu hundarnir
að „syngja danslcar vögguvísur."
Platan seldist vel, svo að árið
1956 bjó Weismann til enska
útgáfu af plötunni, en á henni
voru t. d. þessi lög: „Pat-a
Cake“, „Jingle Bells“ og „Three
Blind Mice“. Platan bar heitið:
„Don Charles og söngliundarnir
hans.“ Og hún seldist i mörg
þúsund eintökum i Englandi og
Bandaríkjunum.
í ýmsum Evrópulöndum eru
reglulegar útvarpsdagskrár, sem
ætlaðar eru verkum hljóðasafn-
ara. Ein sú elzta þ'eirra er
franska dagskráin „Aux Quatre
Vents“ (Úr fjórum áttum), en
þar hefur verið útvarpað furðu-
lega fjölbreyttu efni. Má t. d.
nefna rifrildi á milli ökumanns
og umferðarlögregluþjóns, sem
er að skrifa kæru á ökumann-
inn, auglýsingahjal „kallara“ á
skemmtisvæði, sem er að lokka
viðskiptavinina að, sprenghlægi-
lega upptökuhátíð nýrra félaga i
franskt bræðralag vindrykkju-
manna, 50 mismunandi blæ-
hrigði af jáyrði brúðhjónaefna
frammi fyrir prestinum.
Hljóðasafnarar vinna að þessu
í frítímum sinum, og þvi ná
þeir betri árangri en nokkur at-
vinnumaður næði, sem þarf að
skila efni fyrir vissan tíma. Að-
eins áhugamaður, sem tekur
þetta sem köllun, er reiðubúinn
að bíða í heilt ár til þess að ná
i „fullkomið“ þrumuveður eða
eyða heilu ári í að hafa upp á
16 frönskumælandi páfagaukum,
laga siðan upptökurnar til,
þangað til úr verður „samtaP'
þeirra i milli.
Áhugamaður slíkrar tegundar
er t.d. 0. Winston Link, atvinnu-
ljósmyndari i New York. Yfir
upptökum hans hvílir oft skáld-
legur, Ijóðrænn blær. Ein af
úrvalsupptökum hans hefst á
ýmsum hljóðum í litlu þorpi á
aðfangadagskvöld i kirkju í