Úrval - 01.10.1963, Síða 50
62
ÚRVAL
einkaeign er i Stamford í Con-
necticutfylki i Bandarikjunum.
Eigandi þess er endurskoðand-
inn Dick Kenny. Hann talar
reglulega við 89 aðra áhuga-
menn í 25 iöndum með hjálp
segulbanda. Þeir kaila hann
„Vitlausa Bandorminn“. (Ég
gerði ráð fyrir því, að hver sá,
sem notar band við tómstunda-
iðju sína, sé bandormur, og ef
dæma má eftir efninu, sem ég
safna, þá hlýt ég vissulega að
vera vitlaus,“ segir Kenny).
Kenny á 2000 bönd, sem tekur
um 4000 klukkustundir að leika.
Hann heldur sambandi við aðra
áhugamenn með hjálp risavax-
ins veggkorts af heiminum, sem
þakið er prjónum í ýmsum lit-
um. Ná prjónar þessir allt frá
Moskvu til Hong Kong, Venezu-
ela til Kongó.
Vinur hans í Nýja Sjálandi
óskar eftir hljóðum hinna ein-
kennilegu togsporvagna i San
Francisco. Kenny sendir hon-
um hljóð þessi, og i staðinn fær
hann striðssöng Maorianna,
hinna innfæddu. Frá Vínarborg
fær hann sítarhljómlist, og þess
í stað sendir Kenny þangað
„Varðmannaskiptin“ við Buc-
kinghamhöllina í Lundúnum, en
þá upptöku sendi áhugamaður
einn i Stokkhólmi honum, en
hann tók þetta upp, þegar hann
var í sumarleyfi i Lundúnum.
Kenny er sérfræðingur i
furðulegum og sérkennilegum
hljóðum og hljómum. í safni
sínu á hann jafn ótrúleg hljóð
sem goluþyt Saharaeyðimerkur-
innar og garnagaul í froskum.
Hann er alltaf að leiía að nýjum
hljóðum. Um daginn heyrði ég
segulband frá Connecticutfylki
detta niður i póstkassann heima
hjá mér i Lundúnum. Þegar ég
fór að leika bandið, heyrði ég
Kenny biðja um upptöku af
mús, sem er að naga ost.
Ég þekki hljóðasafnara það
vel, að mig grunar, að einhvers
staðar í heiminum sé mús nú í
þann veginn að stinga hausnum
út úr holu sinni til þess að skoða
óvænt lostæti og mundi þá
mýsla litla horfast skyndilega i
„augu“ við hljóðnema.
Sagfræðingar framtíðarinnar kunna að verða þess vísari, að
sú bylting, sem nú er að gerast í reiknivélum, hafi ekki síður
orðið áhrifarík fyrir mannkynið en iðnbylting 18. og 19. alda.