Úrval - 01.10.1963, Page 51
63
Eina skiptið, sem eiginmaðurinn
getur verið viss um, að hann hafi
á réttu að standa, er þegar hann
viðurkennir, að hann hafi á röngu
að standa.
Saturday Evening Post.
Lítill drengur sat við hlið móður
sinnar undir löngum fyrirlestri.
Að lokum sagði ræðumaður hjart-
næma sögu, og litli snáðinn sá
tár í augum móður sinnar.
Þá sagði hann svo hátt, að
I rasðumaðurinn heyrði það:
„Gráttu ekki, mamma, hann -hætt-
ir bráðum." Hann hætti.
Skilgreining minnisins:
Það er það, sem bendir eigin-
manninum á, að hann hafi átt
giftingarafmæli í gær.
Skilgreining Parísarkonunnar.
Um tvítugt eru Parísarkonurn-
ar yndislegar, um Þrítugt eru þær
ómótstæðilegar og um fertugt
S töfrcindi. En þegar þær eru komn-
ar yfir fertugt? Engin Parísar-
i kona nær nokkru . sinni svo há-
: um aldri.
André Maurois rithöfundur.
Skilgreining á fyrirbrigöinu
„stjórnmálamaður“.
Það er maður, sem snýr sér
að sérverju verkefni með opnum
munni.
Bréfaflóði rignir nú yfir skrif-
stofur farþegaflutninga í New
York vegna öflugrar tilraunar
yfirvaldanna til þess að fá New
York-búa til þess að nota þrjú orða-
tiltæki, nokkurs konar töfraorð:
„afsakið, mér þykir það leitt“ og
„kcerar þakkir“. Eru þetta ýmist
þakkarbréf eða bréf, þrungin
kaldhæðni, vandlætningu eða
reiði.
Hið síðasta, sem fréttir hafa
borizt af, er frá hótelstjóra nókkr-
um, sem skrifaði skrifstofunni á
þessa leið: „Ég stóð upp til þess
að bjóða konu nokkurri sætið
mitt, og maður nokkur smeygði
sér í það á undan henni. Þá sagði
ég við hann: „Afsakið, en ég bauð
þessari konu sætið mitt.“
Hann svaraði bara: „Mér þykir
það leitt, en ég var bara á undan.“
Ég varð alveg orðlaus og
gleymdi þvx að segja: .Kærar
þakkir.'“
Heimur versnancti fer:
„Sailor Joe“ Simmonds, þekkt-
ur hörundsflúrari, segir að það
þýði ekkert fyrir hann lengur að
nota nálar á sjómennina, heldur
verði hann að nota nýja, þjáning-
arlausa burstaaðferð, því að ann-
ars „stökkva þeir æpandi út um
gluggann," eins og hann orðar
það.
!