Úrval - 01.10.1963, Page 56
68
ÚR VAL
-----------.-----
SVONA ER LÍFZD
oooooooooooooo oo o o o
Það var á þeim árum, þegar
Keflavík og Njarðvíkur voru einn
og sami hreppurinn, að kosningar
til Alþingis stóSu íyrir dyrum.
Var mikið kapp lagt á að þeir,
sem ekki yrðu heima á kjördegi,
kysu áður en þeir færu. Þá átti
hreppstjórinn heima i Nnnri-Njarð-
vík og þurfti því að fara þangað
til að kjósa. Einn daginn fór heil
skipshöfn til hreppstjórans að
kjósa. Er einn skipverjinn var
farinn inn í herbergið með at-
kvæðaseðilinn, kemur hann að
vörmu spori út aftur, með seðil-
inn í hendinni og segir:
„Heyrið þið drengir. Hvernig í
andskotanum á að skrifa Thors?"
•
Hamilton lávarður, afi núver-
andi Hamilton lávarðar, sem er í
framboði fyrir Fermanagh, var
þingmaður i brezka þinginu fyrir
írska kjördæmið Londonderry á
árunum 1900—1913.
Eiginkona hans var eitt sinn
á atkvæðaveiðum með honum.
Heimsóttu þau ýmsa væntanlega
kjósendur. Eitt sinn, þegar hún
barði að dyrum í fylgd eiginraanns
síns, kom hörkuleg kona til dyra.
Lafði Hamiltan hóf mál sitt á
þessa leið: „Ég er lafði Hamilton,
og þetta er........”
„O, þú færð ekkert atkvséði
hérna,“ sagði kerlingin. „Ég er
svo sem búin að heyra meira en
nóg um framferði þitt og þessa
Nelson! Snautið þið burt, skötu-
hjúin ykkar!“
Albany í Sunday Telegraph
•
Charles de Gaulle hefur alltaf
hugsað um mikilfengleik, dýrð og
veldi Frakklands allt frá barn-
æsku. Eitt sinn sagði hann að-
stoðarmönnum sínum þessa sögu:
„Þegar ég var lítill drengur,
fannst mér mjög gaman í her-
mannaleik. Bræður mínir og ég
. . . við skiptum tindátum á milli
okkar. Xavier bróðir stjórnaði
Italíu, Pierre bróðir stjórnaði
Þýzkalandi, og ég, herrar mínir,
ég stjórnaði alltaf Frakklandi."
Veröldin er jafn hneyksluð á að
heyra kristindóminn gagnrýndan
og sjá hann framkvæmdan í
verki.