Úrval - 01.10.1963, Síða 61
ELDRAUNIN A TINDINUM
73
og stúlkan reyndu a'ð fá sér dá-
lítinn hádegisbita, neyddi snjór-
inn og slyddan þau til þess að
forða sér alveg upp að hellis-
yeggnum og hnipra sig' þar sam-
an. Nú tók eldingum að slá
niður í efsta hluta tindsins, sem
var aðeins 100 fetum fyrir ofan
þau, og á eftir þeim fylgdu næst-
um tafarlaust ærandi þrumur.
Þetta var á ágústdegi árið
1948 um hádegisbil. Þau hnipr-
uðu sig þarna saman þegjandi
og hugsuðu um staðreynd þá,
sem er jafnvel hinum reyndustu
fjallgöngumönnum martröð
líkust: ef eldingu slær niður,
eru fjallgöngumenn hjálparvana
gagnvart henni. Þeir geta ekkert
gert til þess að bægja henni frá
og mjög lítið gert til þess að
sleppa undan afleiðingum henn-
ar. Ef hinn vaxandi stormur
veitir þeim nægilega aðvörun,
geta þeir forðað sér af hæstu
tindum og klettasillum. En eftir
að eldingunni hefur þegar sleg-
ið niður, geta fjallgöngumenn
ekki treyst öðru en heppninni.
Tveir fjallgöngumenn, sem eru
hlið við hlið, geta hlotið ólík
; örlög. Annar sleppur ef til vill
ómeiddur, en eldingin drepur
hinn. (Síðustu 11 árin er vitað
um 17 fjallgöngumenn, sém orð-
ið hafa fyrir eldingum í banda-
rískum fjöllum, og af þeim dóu
7).
Þrír fjallgöngumannanna
voru ungir og fremur kviðnir*
Sá fjórði, er var foringi þeirra,
Rolf Pundt, 41 árs að aldri,
reyndi að stappa stálinu í þá,
þótt honum hafi sjálfsagt ekki
þótt útlitið gott. Þegar stundar-
fjórðungur hafði liðið, án þess
að eldingarnar liefðu gert þeim
nokkurt mein, urðu fjallgöngu-
mennirnir rólegri.
lan Mackinlay, 21 árs, arki-
tektnemi við Kaliforníuháskóla,
sat upp við hellisvegginn og
tuggði pylsu. Hellisgólfinu hall-
aði fram að klettabrúninni. Við
hlið hans sat annar „fjallgöngu-
maður“, sem reyndar var stúlka,
Ann „Cricket“ Strong að nafni,
18 ára að aldri, stúdent við
Standfordháskóla. Vinstra megin
við hana sat svo Bob Becker,
21 ára að aldri, skólabróður Ians.
Rolf Pundt sat á hækjum nálægt
hellismunnanum.
Cricket var að bera handfylli
af rúsínum að munni sér, þegar
ofsalegri eldingu sló niður.
Hvorugt þeirra Ians man eftir
glampanum. Ian komst til með-
vitundar á undan henni, líklega
eftir nokkrar sekúndur. Honum
fannst hann velta stöðugt hverja
z;eltuna af annarri í lausu lofti,
þó að hann lægi á bakinu og
starði upp í granítloft hellisins.
Hann reyndi að setjast upp, en
hann gat það ekki. Hann var