Úrval - 01.10.1963, Page 69
Þúsundþjalasmiðurinn Henry J.
Kaiser er einn af furðufuglum
heimsins. Ekkert virðist mistakast,
sem hann tekur sér fyrir hendur.
Hann hóf feril sinn allslaus, en
nú er hann sannarlega ekki allslaus
lengur. En hann hefur ekki heldur
verið þekktur fyrir aðgerðarleysi
um ævina. Hann hefur myndað
sér vissar lífsreglur, sem hann
hefur síðan farið eftir í einu og
öllu. Hann álítur, að þessar lífsreglur
hans, hin sjö heillaráð hans,
geti einnig opnað öðrum
dyr tækifæranna.
Eftir William J. Lederer.
Á Hawaii er það orSatiltæki,
að hið sköllótta, gljáandi höfuð
Henry J. Kaisers muni aldrei
verða fyrir hrapandi kókos-
hnetu, þvi að þessi ákafi og á-
hugasami þúsundþjalasmiður og
brautryðjandi standi aldrei nógu
lengi kyrr á sama stað til þess
að gefa kókoshnetunni tækifæri
til slíks. Þótt Kaiser sé 79 ára
að aldri, æðir hann um með
hraða tánings, sem er að flýta
sér heldur betur.
til þess að
Hann hugsar alls ekki til þess
að setjast í helgan stein, heldur
er hann nú að sjá um byggingu
50.000 manna bæjar á hrjóstr-
ugu svæði á Hawaii. Og hann'
er einnig að leggja síðustu hönd
á framtiðaráætlanir sínar: al-
þjóðlega lækningamiðstöð og
kerfi til þess að hjálpa vanþró-
uðum löndum að auka iðnað,
landbúnað og menntun þegn-
anna.
Kaiser er áberandi og hávær.
81
— Reader's Digest —
Heillaráð Kaisers
ná settu marki