Úrval - 01.10.1963, Page 70
82
UR VAL
Hann er litríkur persónuleiki.
Hann ræðst á sérhvert viðfangs-
efni af griramd og gleði i senn.
Þegar hann athugar byggingar-
framkvæmdir, baðar hann út
öllum öngum eins og' vindmylla
og hrópar skipanir og spurning-
ar til allra, sem hann kemur
auga á. Félög hans og stofnanir
spanna allan heiminn. Brúttó-
tekjur þeirra eru um billjón
dollarar.
Þegar ég var að virða hann
fyrir mér við störf sin um dag-
inn, átti ég' erfitt með að trúa
því, að Henry Kaiser hefði mis-
tekizt flest á unga aldri. Þegar
hann fór að leita sér að atvinnu
árið 1895, aðeins 13 ára að aldri,
hristi fólk liöfuðið í heimabæ
hans, Sprout Brook í New York
fylki. Hver skyldi svo sem vilja
sliltan náunga í vihnu? Hann var
veikbyggður, hræðilega feiminn
og uppburðalitill, og honum
mistókst allt, sem hann reyndi
til við.
En með þvi að læra af ára-
langri reynslu, fann Kaiser loks
nokkrar meginreglur, sem hann
staðhæfir, að eigi að geta trygg't
sérhverjum þeim leið að settu
marki, sem býr yfir nægilegum
kjarki til þess að notfæra sér
þær. „Sérhver getur gert það,
sem ég hef gert,“ segir hann nú
af lítillæti. „Sérhver, sem fer
eftir heillaráðunum mínum sjö,
getur ekki komizt hjá því, að
mæta velgengni“.
1 okkar mörgu viðtölum út-
skýrði Kaiser ýtarlega fyrir mér
þessi heillaráð sín:
l.Flest fólk notar aðeins einn
tíunda hluta af starfsorku sinni
og frumleika hugans. Þú skalt
virkja alla getu þína, og þú munt
verða undrandi yfir árangr-
inum.
16 ára að aldri var Kaiser at-
vinnulaus og herti þá loks upp
hugann til þess að sækja um
starf hjá eiganda ljósmyndastofu.
„Herra, mig vantar vinnu,“ sagði
hann skjálfandi á beinunum.
„Ég held að ég geti þrefaldað
gróða yðar á tveim mánuðum."
„Hvað sögðuzt þér halda, að
þér gætuð gert?“ spurði eigand-
inn og skellihló.
„Þrefalda gróða fyrirtækisins.
Takist mér ekki að þrefalda
gróðann á þeim tima, skal ég
ekki krefjast neinna launa. En
takist mér það, vil ég fá helming-
inn af hinum aukna gróða fyrir-
tækisins.“
„Takist yður að þrefalda gróð-
ann, skal ég gera yðar að með-
eiganda mínum,“ sagði eigand-
inn. Honum var innilega skemint
„í fyrstu var ég hræddur,“
bætti Kaiser við, þegar hann
sagði mér sögu þess. „Ég vissi
í rauninni alls ekki, hvort ég
gæti gert þetta. En ég hafði tek-