Úrval - 01.10.1963, Síða 72
84
URVAL
viö í aígerri örvæntingu.
ið bara aS ónáða mig.“
Kaiser hóf starfið. En næsta
dag króaði hann húsbóndann
af aftur. „Herra McGowen, þetta
gengur ekki. Það er of seinlegt
að fægja ailar vörurnar. Ég vil,
að þér ráðið nokkra stráka til
þess að hjálpa mér.“
Enn einu sinni sagði McGowen
Kaiser að snáfa. En næsta morg-
un kom Kaiser enn á vettvang,
og nú var bankastjórinn í þorp-
inu í fylgd með honum.
„Herra McGowen,“ sagði banka-
stjórinn. Henry vill fá lánaða
peninga hjá okkur til þess að
kaupa dálítið af búsáhöldunum
yðar, sem fallið hefur á. Hann
hefur enga tryggingn, en þar eð
ég þekki þrákelkni hans og heið-
arleika, er ég reiðubúinn að lána
honum peningana, ef verð yðar
verða sanngjörn.“
McGowen varð furðu lostinn
og lyfti upp örmum i örvænt-
ingu. „Jæja þá! Þá það! Henry,
ég gefst upp. Farðu og róddu 20
stráka. Ég skal ráða þig í vinnu
hjá mér bara til þess eins að
losna undan ásókn þinni.“
Kaiser seldi búsáhöldin með
hagnaði, og innan þriggja mán-
aða var hann orðinn sölustjóri
verzlunarinnar.
3. Þú skalt taka ákvörðun um
hverjir framtíðardraumar þínir
eru í raun og veru ... og síðan
skaltu reyn'a að láta þá rætast.
Slíkt er auðveldara en þú heldur.
„Margt fólk elur með sér stór-
kostlega drauma,“ segir Henry
Kaiser. „En því finnst, að þessir
draumar geti ómögulega rætzt.
Það hikar, tvístígur, eyðir tím-
anum í störf, sem færa það alls
ekki nær markinu. Það eyðir
orku sinni í að sannfæra sjálft
sig um, hvers vegna draumar
þessir geti alls ekki rætzt. .Ef
þú heldur, að þú vitir ekki, hvað
þú vilt taka þér fyrir hendur,
skaltu bara spyrja sjálfan þig:
Hvers æski ég umfram allt i
þessu lífi? .... Svarið, sem þú
færð, er þinn raunverulegi fram-
tíðardraumur. Og það er alveg
sama, hversu fáránlegur eða ó-
raunverulegur hann kann að
sýnast. Samt geturðu látið hann
rætast. Fyrst skaltu lýsa því yfir,
hverjir framtíðardraumar þínir
eru. Síðan skaltu fara að leita
að ráðum og leiðum til þess að
láta þá rætast.“
Hvernig yfirfærir Henry Kais-
er svo óskir sínar á svið hins
harða raunveruleika? Um það
segir Edgar sonur hans þetta:
„í byrjun siðari heimsstyrj-
aldarinnar langaði föður minn
að byggja skip. Allir sögðu hon-
um, að það væri ekki hægt, þetta
næði ekki neinni átt, væri ekki
framkvæmanlegt. Faðir minn
kallaðj því saman starfsliðið á
M