Úrval - 01.10.1963, Síða 73
HEILLARÁÐ KAISERS . .
85
svokallaðan „ómöguleikafund".
. . . . Við komum fram meS
hverja mótbáruna af annarri og
lýstum þvi, hvers vegna okkur
hlyti að mistakast. Við höfðum
ekkert stál, enga skipasmiðastöð,
enga reynda skipasmiði, engar
áætlanir, enga uppdrætti, enga
peninga, Faðir minn afgreiddi
eina mótbáru í einu. Hann hafði
enga skipauppdrætti og enga
skipateiknara. „Allt í lagi,“ sagði
hann bara. „Við skulum gerast
okkar eigin skipateiknarar.“
Hann hafði enga reynslu að baki
á þessu sviði, er gæti dregið úr
frumleika hugsanagangs hans,
og því kom hann fram með mjög'
frumlega byggingaraðferð, sem
er grundvölluð á raunveruleg-
um verksmiðjuiðnaði hinna
ýmsu hluta skipsins, sem síðan
eru settir saman likt og í verk-
smiðju . . . Þessi hugmynd auð-
veldaði okkur að nokkru leyti
lausn annarra vandamála. Bygg-
ingarkerfi þetta krafðist ekki
eins margra reyndra starfs-
manna og venjulegar skipabygg-
iugaraðferðir. Þér vitið það
kannske, að við réðum jafnvel
ömmur sem logsuðumenn i
skipsmíðastöðvum okkar. Við
höfðum ekki heldur þörf fyrir
eins fullkomna og margbrotna
skipasmíðastöð með þessu móti,
og það auðveldaði okkur að út-
vega okkur stöð. Þegar banka-
stjórarnir sáu, hvernig fyrstu
vandamál okkar virtust næstum
gufa upp, voru þeir tilleiðan-
legri til þess að lána okkur fé en
áður.
Og þannig er þvi einmitt
farið: ef þér tekst að leysa dá-
lítið brot af erfiðasta vandamál-
inu, leysist það allt meira og
minna af sjálfu sér. Líkurnar fyr-
ir því, að illa fari, virðást of-
boðslega miklar, þegar hugsað
er til vandamálsins i heild, en
þegar hinir ýmsu þættir vanda-
málsins eru sundurgreindir og
ráðizt að hverjum fyrir sig',
minnka þær líkur geysilega.
Pabbi varð duglegasti skipa-
smiðakóngur heimsins. Hann
hleypti skipi af stokkunum á
degi hverjum, alls um 1500 skip-
um. Honum tókst það með þvi
að spyrja: Af hverju er það ckki
hægt? Og með því að visa síðan
ástæðunum fyrir því á bug
hverri af annarri."
4. Þá skalt vinna að heill fjöld-
ans,' heill þjóðfélagsins. Finndu
þér viðfangsefni, sem leitast við
að uppfylla þurfir manna. Því
fleiri sem hafa gacjn af fram.
kvæmdum þinum, þeim mun
betra er það einnig fyrir þig.
Árið 1954, jmgar Kaiser var
72 ára að aldri, ákvað hann að
eyða leyfi á Hawaii. En hann
átti í erfiðleikum með að fá gisti
herbergi. Þúsundum skemmti-