Úrval - 01.10.1963, Síða 80
92
ÚR VAL
í björgunum norðan á eynni
verpir mikið ,af fýl, og einnig
nokkuð af svartbak. Aðrir fugl-
ar verpa þar ekki svo teljandi
sé, nema lundi og teista, sem
nokkuð er af, einkum i urðun-
um nálægt sjónum.
Aðallendingin er eins og áð-
ur segir i hinu svonefnda jarð-
falli vestan á eynni. Þar var til
skamms tíma fiskhús, sem jafn-
framt var geymsluhús fyrir ým-
iskonar veiðarfæri og allskonar
matföng, er úr sjó voru fengin.
Frá húsinu í jarðfallinu var
vegur upp á eyna, og var hann
á parti höggvinn í móbergsklett,
en mestur hluti Málmeyjar er
úr móbergi. Vegurinn á þessum
stað er gerður í tið núlifandi
manna, því að áður var leiðin
frá lendingunni nokkuð norðar,
og hét sá staður, er vegurinn lá
um, Paradis, en frá þeim stað
var sérstaklega fagurt útsýni til
vesturs, einkum á björtu vor-
og sumarkvöldi. Nú er þar erf-
itt upp að ganga, en fegurðin til
vesturs er hin sama, og mun
engum gleymast, er yfir lítur á
fögru sumarkvöldi.
Bærinn, sem síðjast stóð í
Málmey (en hann brann fyrir
nokkrum árum og þá lagðist
byggð þar niður), var um miðja
eyna austanverða. Var þar stórt
timburhús, tvær hæðir á stein-
kjaliara. Húsið byggði Franz
Jónatansson, en hann ásamt
konu sinni, Jóhönnu Gunnars-
dóttur, bjó þar manna lengst,
eða i full tuttugu ár. Á árunum
1935—1938 var að öðrum húsum
vel búið i Málmey. Þar var stórt
fjárhús, sem tók um 120 fjár.
Fjós yfir 12—-14 gripi, og voru
góðar hlöður við þessi gripa-
hús. Þá var einnig hesthús, en
á þeim tíma voru tveir hestar i
eynni.
ÁLÖG
Ýmsar þjóðsögur eru tengdar
Málmey, eða hjátrú. Ein sagan
er sú, að ekki máttu hjón búa
í eynni yfir 20 ár, því á tuttug-
ustu jólanóttina átti konan að
hverfa til trölla í Hvanndala-
björg. Þjóðsagan segir, að eitt
sinn hafi þetta komið fyrir, og
leitaði þá Málmeyjarbóndinn til
hins kunna galdramanns sr.
Húlfdánar í Felli. Hálfdán réði
bónda frá að gera nokkuð i mál-
inu, þar sem konan væri þegar
komin í trölla hendur, en bóndi
sótti málið fast, og svo fór að
lokum, að Hálfdán söðlaði þann
„gráa“, og siðan lögðu þeir af
stað. Þessu ferðalagi lýsir Jón
Trausti mjög vel í kvæði. Nú er
þessari hjátrú létt af og tuttug'-
ustu jólanótt gömlu hjónanna í
Málmey kom ekkert fyrir.
Fleiri voru álögin á Málmey
en með veru konunnar í 20 ár.