Úrval - 01.10.1963, Page 83
NÁ TTÚRUAUÐÆFI PÓLSVÆÐANNA
95
loftslagi hefur í för með sér. í síðasta hefti af tímariti stofn-
unarinnar „World Health“, er sagt frá nokkrum óvæntum niður-
stöðum allra þessara rannsókna.
Með flugvélum, námuvélum og þrýstiloftsborum er maðurinn
á góðum vegi með að þurrka út fjærstu landamæri jarðarinnar
á heimskautasvæðunum. Þangað halda' menn til að vinna kol,
málma, eðalsteina, olíu, timbur og ódýran fisk. Gert er ráð
fyrir að iðnvæðing Síberíu útheimti hálfa milljón nýbyggja
árlega.
Til þess liggja margar ástæður að þéttbýli pólsvæðanna eykst:
upprunafæðingartala er há þar og barnadauði minnkandi.
Alþjóðaheilbrigðismálstofnunin hélt nýlega fyrstu alþjóða-
ráðstefnu um heilbrigðismál heimskautalanda. Það er fyrst og
fremst hjá upprunalegum íbúum þessara svæða sem sjúk-
dómar gera vart við sig. Á einum mannsaldri hafa þeir
tekið stökkið frá hundasleða til flugvéla. Fólkið fær fasta at-
vinnu og kemur sér upp heimili til langframa án þess að gera
frumstæðustu ráðstafanir í sambandi við heilbrigðismál. Á svæði
einu I Alaska kom i ijós, að 76 af hverjum hundrað eskimóum
höfðu útvarpstæki, 6,4 af hundraði kæliskápa, en aðeins 4 af
hundraði rennahdi vatn.
Smátt og smátt var gert út af við hinar alþýðlegu hugmyndir
um lífið á þessum svæðum á umræddri ráðstefnu. Til dæmis
virðist það vera hrein bábilja að fyllingar í tönnum losni vegna
mikils kulda. Þessi alkunna plága pólkönnuðanna átti eflaust
rætur að rekja til aukinnar neyzlu sætinda. Það er ekki heldur
rétt að miklir kuldar drepi gerla, Eins og kunnugt er varðveitir
kuldi hluti frá skemmdum, og fundizt hafa lifandi veirur í
frosnum líkömum af mönnum sem dóu fyrir mörgum öldum.
Nú á dögum eru berklar, lungnabólga og aðrar veilur í önd-
unarfærum mjög almennar ásamt gernakvefi og ýmsúm öðrum
smitandi sjúkdómum.
Ráðstefnan komst að þeirri niðurstöðu, að mönnum sé jafn-
eðlilegt að búa á heimskautssvæðunum eins og annars staðar í
veröldinni. Sérstakt mataræði er ekki nuðsynlegt. Menn þurfa
hvorki að fá aukaskammta af feiti, jurtahvítu né kolvetni til
að halda á sér hita. Það, er hægilegt að vera vel fataður.
Hættan á hungri er engin, en í Alaska eru slys, ofdrykkja,
sjálfsmorð og morð algengar dánarorsakir — tölurnar eru hálf-
um þriðja sinnum hærri en I öðrum hlutum Bandaríkjanna. Ekki
er vitað hvort til eru geðsjúkdómar, sem eiga rætur að rekja
til kalda loftlagsins.