Úrval - 01.10.1963, Page 84
argar hjónabandshand-
bækur, sem skrifaðar
eru í dag, hafa upp á
sömu hollráð að bjóða og fyrstu
bækur þessarar tegundar —- og
fyrsta hjónabandshandbókin var
skrifuð nálægt 200 f. Kr. á
sanskrít. Boðskapur þeirra þá,
eins og núna, er þrenns konar:
1) Konur eru alveg eins kyn-
ferðislega „lifandi“ og karl-
menn, ef þeim gefst fœri á. 2)
Eini munurinn er sá, að konur
eru seinni til að ná kynferðis-
legri fullnægingu. 3) Ef maður-
inn fer sér því að engu óðslega,
verður allt í himnalagi. Þetta
sögðu sérfræðingarnir til forna.
Sama er að finna í þeim bók-
um, sem saklaus hjón pakka
niður í brúðkaupsferðatöskuna
sína. Boðskapurinn er e. t. v. í
meiri smáatriðum nú en áður,
alls kyns tilbrigði gefin um sama
stefið, en í rauninni kveður
hvergi við nýjan tón.
Dr. Alfred C. Kinsey heitinn
komst að raun um, að fyrsta
fullyrðinginn er alls ekki rétt.
Og síðar munúm við komast að
því, að hinar tvær standast
heldur ekki. En fyrst skul-
um við kynnast því, hvernig
ung og saklaus hjón líta á
hjónabandið og sýna um leið,
hversu herfilega slíkar fjar-
Vandamál
hjónalífs
Ýmsum grnndvciUarstað-
reyndum viðvíkjandi
ástasambandi
karls og konu virffist hafa
verið gleymt í ræðu
og riti um efni þetta.
Eftir Emest Havemann.
stæðukenndar fullyrðingar geta
farið með hjónabandið.
Við lifum i dag i þjóðfélagi,
sem mætti segja, að væri bein-
línis að springa af kynferðisleg-
um þankagangi. Kvenhetjurnar
i skáldsögum nútímans eru með
bústinn barm og sítitrandi nas-
ir. Nærmyndir í kvikmyndum
sýna kvenhetjuna með lokuð
augu, hún dregur hratt andann,
er hún fellur i arma hetjunnar
sinnar. Ilmvötn eru auglýst sem
seiðandi eða jafnvel stórhættu-
leg. Tælandi konur í sundfötum
(eða þaðan af minnu) kalla at-
96
— Reader's Digest —