Úrval - 01.10.1963, Síða 86
98
ÚR VAL
Hér ættu hjónabandshand-
bækurnar aS verða að liði, en
sú er vissulega ekki raunin. Eins
og allar slikar handbækur, er
þess krafizt af þeim, að þær
verði til þess að lesendurnir
nái einhverjum árangri. Höfund-
urinn getur ekki aðeins sagt
ungu hjónunum það, sem þau
þurfa að vita: „Heyrið þið mig
nú, ungu hjón. Annað ykkar er
karlmaður, hitt kona, og mun-
urinn á ykkur er feikilegur. En
þið sitjið uppi hvort með ann-
að, og þið verðið að reyna að
gera ykkur mat úr þvi. Eina
huggunin, sem ég get veitt ykk-
ur, er, að næstum allir eru í
sömu klípunni.“ í stað þess er
bruðgumanum ráðlagt að bíða
þar til færi gefst, biða hins „sál-
fræðilega augnabliks“ (hvað sem
það nú er), undirbúa sviðið með
tónlist, kertaljósi, kannski vín-
glasi og einhverjum ósköpum
af ástúðlegum samræðum. Og
hann má aldrei, aldrei fara sér
óðslega. Allar konur i heimin-
um, er honum sagt, eru ástríðu-
blóm, með því skilyrði einu, að
manninum sé sú hæfni og þolin-
mæði gefin að opna blöð þessa
blóms.
Sannleikurinn er samt sá, að
i sumum hjónaböndum — og
oft i öllum hjónaböndum —
getur eiginmaðurinn lesið Ijóð
tímunum saman, veitt kampa-
vín og farið eftir öllum kúnst-
arinnar reglum, sem hjónabands-
bækurnar útlista, jafnvel staðið
á höfði úti í horni, án þess að
nokkuð gerist. Oft geta jafnvel
allar þessar seremóníur, sem
handbækurnar benda á, fælt
vesalings konuna. Kona, sem
haldin er ástríðum lætur sig
tækni mannsins litlu skipta;
gagnvart kyndaufri konu hefur
tæknin elckert að segja. Eins og
svo oft vill verða í þessum
heimi, þá eru hjónabandshand-
bækurnar ágætar fyrir fólk, sem
ekki þarfnast þeirra, en lítil
hjálp fyrir það fólk, sem þarfn-
ast þeirra.
Hvað eiga þá ungu hjónin að
gera, til þess að öðlast viðun-
andi kynferðislega sambúð?
Hvers vegna er konan svona
áhugalaus?
Ein ástæðan er vafalaust sú,
að bandarískum stúlkum er
kennt frá barnæsku að leiða hjá
sér óverðugar hugsanir og forð-
ast stráka. Ivona, sem hefur til-
einkað sér þessa heimspeki
hreinlyndis í 20 ár, á erfitt með
að laga sig að nýjum háttum
svona skyndilega. Hvernig get-
ur hún af hjartans lyst dásam-
að svo skyndilega hegðun, sem
liún fordæmdi kvöldið áður og
hefði slegið karlmann utan und-
ir, ef honum hefði látið sér detta
slíkt í hug?