Úrval - 01.10.1963, Qupperneq 90
102
URVAL
tvenns konar, þ. e. með flötum
hitunarplötum eða safntækjum,
sem safna sólarhita í brenni-
punkta. Hitasöfnunartæki úr
flötum aluminumplötum eru not-
uð fyrir loft- og vatnshitara og
eimingarstöðvar, þar sem þörf
kann að verða fyrir 100 stiga
hita á Celsius. Margar gerðir
þessara tækja eru til, en öll
byggjast á notkun „svarts hlutar,
sem byggður er inn í einangr-
aðan ramma og dregur til sín
hita“. TÖluvert hærra hitastigi
er hægt að ná með því að nota
hentuga endurvarpsspegla, sem
beina geislum í brennipunkta.
Sumir þessara spegla geta
framkallað bitastig, sem er nægi-
lega hátt til þess að elda við
mat, reka litlar aflstöðvar og
bræða jafnvel torbrædd efni,
þegar bezt gegnir.
Önnur sólarorkukerfi hjálpa
líka til þess að fylla upp eitt
helzta tómarúmið í framþróun
tækninnar. Með hjálp þeirra
hefur tekizt að breyta geislun-
arorku sólarinnar í rafmagn.
Slíkar rannsóknir og tilraunir
hafa nú stóraukizt vegna hins
geysilega mikilvægis þessarar
aðferðar, hvað snertir geim-
rannsóknir. Þjóðir þær, sem
stunda geimrannsóknir, líafa
þegar framleitt sólarorkuraf-
hlöður og rafhitarafala, og þessi
léttu tæki hafa þegar reynzt
algerlega ómissandi i eldflaugum
og gervihnöttum.
Japan er háiðnþróað land,
sem býr aðeins yfir litlu magni
venjulegrar orku. Notkun sólar-
orku í daglegu lífi er því lík-
lega útbreiddust þar. Áherzla
hefur verið lögð á tæki, sem
aðeins þurfa að framkalla frem-
ur lágt hitastig, svo sem vatns-
hitara. Samkvæmt bandarískri
skýrslu var áætlað, að yfir 200.
000 sólarorkuvatnshitarar væru
þegar í notkun í landinu.
Upphitun húsa með hjálp
sólarorku hefur einnig verið
reynd i Japan, en þó i miklu
smærri stíl. Japanskur verkfræð-
ingur kom t.d. upp einn sliku
kerfi árið 1958. Er þar um að
ræða aluminumhitaplötur, sem
þekja allt þakið. Geislunarloft-
plötur úr aluminum eru notaðar
til þess að dreifa hitanum til
herbergja á neðri hæðunum.
Flatar hitasöfnunarplötur fyr-
ir vatnshitara eru einnig á mark-
aðnum i Bandaríkjunum. Þær
einkennast af einfaldri gerð
og miklum möguleikum til að-
lögunar eftir aðstæðum líkt og
japönsku hitaplöturnar.
Til suðu þarf meiri og hnit-
miðaðri hita, þ. e. sem beinist
að einum, takmörkuðum stað.
Og til slíkra nota er þörf fyrir
útbúnað, sem safnar geislum í