Úrval - 01.10.1963, Qupperneq 91
SÓLARORKAN, ORKUGJAFI . .
103
brennipunkta. ESlisfræðirann-
sóknarstofnun Indlands (Nation-
al pysical Laboratory of India)
hefur smíðað einfaldan og mjög
góðan sólarorkusuðupott. Aðal-
hluti hans er spegill með sér-
stöku lagi (parabole), sem hægt
er að stiila með hendi, þannig
að skuggi suðupottsins, sem
festur er \dð grind á brenni-
punktasvæðinu falli í gegnum
gat á spegilbotninum.
Japan framleiðir einnig sér-
staka hrísgrjónasuðupotta, sem
nota sólarorku. Einnig er hægt
að kaupa litla, handhæga sólai--
orkusuðupotta í Bandaríkjunum,
og líkjast þeir regnhlíf á hvolfi.
Endurvarpsyfirborð þeirra er úr
aluminumkenndu efni.
Franskir vísindamenn hafa ár-
um saman verið forvígismenn
í rannsóknum á hagkvæmum
notum sólarorku, og rannsókn-
astofan við Centre National de
la Récherche Scintificue í Mont
Louis í austurhluta Pyreneafjalla
hefur fullkomnað ýmsar aðferð-
ir til framleiðslu búsáhalda,
sem nota sóiarorku, og fram-
leitt þau. Eitt slíkt er sólarorku-
kælitæki, sem einkum er ætlað
í loftkælingarútbúnað. Og' hef-
ur tæki þetta mikla möguleika
í löndum, þar sem heitt og þurrt
loftslag er ríkjandi. Hitinn fæst
með hjálp aluminumspegla, sem
eru eins og trog i laginu og
beina sólargeislunum að pipu,
sem fyllt er kæligasi. Þýðingar-
mestar eru þó vafalaust tilraunir
þessarar rannsóknarstofu á sviði
sólarorkubræðsluofna, og þar
var einmitt sýnt fram á kosti
slíkra ofna til bræðslu tor-
bræddra efna.
LÆKNING SKEIFUGARNASÁRA.
Tilraunir með frystingaraðferð til lækninga skeifugarnarsára
hafa gefizt vel við læknadeild Minhesotaháskóla. Maginn er
keeldur niður fyrir frostmark með blöðru, sem tengd er við end-
ana á tveim slöngum, sem stungið er niður í magann. Um blöðru
þessa er vínanda (alkóhóli) dælt I klukkustund. Nokkrir sjúk-
lingar, sem annars áttu að ganga undir uppskurð, voru á meðal
24 sjúklinga, sem gátu borðað með beztu lyst um 1—2 tímum
eftir aðgerðina. Sagt er, að frystingin flýti fyrir græðingu sára
og haldi magasýrum í skefjum.