Úrval - 01.10.1963, Síða 92
Hann er stórkostlegur útlits,
vitur og slimginn,
feiminn og hégómlegur í senn.
Páfugtinn er einn stór-
kostlegasti gimsteinn í sýn-
ingarglugga Móður Náttúru. Og
lifsvenjur hans eru leyndar-
dómsfullar.
Sannkallaðnr
furdufugi
Eftir Jack Denton Scott.
EISLAR hitabeltissól-
árinnar, sem smugu í
igegnum hið iþétta
frumskóg'aþykkni
Mið-Indlands, vörp-
uðu bláum bjarma á
brjóst fuglsins. Hann stóð þarna,
hár eins og örn í bambusrunna,
300 stikur fyrir framan mig. Þetta
var í fyrsta skipti, sem ég sá
undarlegasta fugl í heimi, páfugl-
inn. Ég gekk varlega nær, til þess
að ná mynd af honum á litfilm-
una mína. Þegar ég kom nær,
sá ég að fuglinn starði, eins og
dáleiddur á eitthvað fyrir fram-
an sig — hlébarða sem skreið í
gegnum grasið. Ég lét myndavél-
ina síga og greip til riffilsins.
Þegar ég bar hann upp að vang-,
anum spratt hlébarðinn á fætur,
varpaði af sér feldinum og ótta-
slegin rödd hrópaði á indversku:
„Ekki að skjóta.“ Fuglinn forð-
aði sér samstundis inn í skógar-
þykknið.
„Hlébarðinn“ minn var ótta-
sleginn indverskur atvinnu-fugl-
ari, sem hafði sveipað um sig
hlébarðafeldi. Enda þótt páfugl-
inn sé að eðlisfari hygginn og
styggur þá er eins og hlébarð-
inn geti sefjað hann og það kem-
ur oft fyrir að hann stendur og
starir, þangað til hann verður
villidýrinu að bráð. Vegna þessa
sveipa veiðimenn sig sums staðar
hlébarðafeldi til að komast svo
nærri páfuglinum, að þeim takist
að handsama hann lifandi, til
sölu, eða veiða hann til miðdegis-
verðar.
Hin fjarlægari Austurlönd eru
hin upprunalegu heimkynni
104
— Farm Journal —