Úrval - 01.10.1963, Qupperneq 94
106
UR VAL
líkust hrópi barns sem biður um
hjálp. En þau sem oftast heyrast
líkjast mjálmi í gömlum fress-
ketti — millihljóð milli mjálms
og hins hvella lúðurhljóms:
phi-ao-phi-ao. Einnig ge-fa þeir
frá sér hátt og hvellt: „ka-oam-
ka-oam“ ef hætta er á ferðum.
A síðastliðnu ári, þegar ég var
i Indlandi, dvaldi ég nálega hálf-
an mánuð í felustað, vandlega dul-
búinn, og reyndi að kvikmynda
hinn áhrifamikla ásta-dans, sem
er undanfari mökunarinnar. Með
því að færa mig nokkrar stikur
á dag, tókst mér að komast í 200
stika færi við páfugls-fjölskyldu.
Þá forðuðu hinar tortryggnu
varðhænur sér, með hinn hrædda
og huglitla ektamaka á eftir sér.
Myndatakan tókst aldrei.
En einu sinni, þegar ég sat
uppi í tré og beið eftir tígris-
dýri, varð ég áhorfandi að sýn-
ingu, jafnvel enn óvenjulegri en
ástardansinum. Tígrisdýrið kom
ekki þann dag en það skipti mig
engu máli. Ég sat og horfði gagn-
tekinn á tólf unga páfugla fyrir
neðan tréð. Hvergi var einn ein-
asti kvenfugl sýnilegur, svo að
ekki var þessi sýning gerð þeim
til heiðurs. Þeir dönsuðu hvorir
við aðra, reigðu sig og beygðu,
stigu spor áfram og svo jafnmörg
aftur á bak, með titrandi útþan-
in stél, sem sólin glampaði á i
öllum regnbogans litum. Svo
stansaði dansinn skyndilega, eins
og eftir hljóðlausu merki, páfugl-
arnir felldu stélin og hurfu hljóð-
lega í halarófu inn i skógar-
þykknið.
Eins og kalkúninn, sperrir pá-
fuglinn stélið og þenur fyrir
framan kveniiabúr sitt, sem
venjulega eru þrjár til sex hænur.
En hænurnar veita því litla at-
hygli. í þau fimmtíu skipti sem
ég hef séð villta páfugla halda
sýningu á fegurð sinni og glæsi-
brag í augsýn kvenfugla, hættu
hænurnar aðeins tvisvar sinnum
að kroppa, eða litu upp, til þess
að virða fvrir sér litskrúð herra
síns og maka.
Sagnir herma að páfuglar og
snákar séu dauðlegir óvinir. t
frumskógum Ceylons varð nátt-
úrufræðingurinn William Beeke
vitni að þvi, hvernig páfugl lék
sér að banvænni Russelsnöðru.
Fuglinn hringsólaði og elti and-
stæðing sinn, en gætti þess að
halda sig ávallt í hæfilegri fjar-
lægð og kom nöðrunni til að
slá aftur og aftur: „Fuglinn
reyndi ekki að drepa snákinn,
stríddi honum bara,“ sagði Beeke.
„Svo þegar hann var Orðinn
þreyttur á leiknum, hljóp hann
niður brekku og flaug' í burtu.“
Enda þótt páfuglinn sé villtur
og styggur, þá tekur hann þó
fangelsun og varðhaldi með hinni
mestu rósemi, eins og sjá má i