Úrval - 01.10.1963, Page 97
RAFEINDA KENNSL U VÉLA R . .
109
cut i Bandaríkjunum fram með
hugmyndina um rafeindakennslu-
stofu. Fyrirtæki, sem framleiðir
hljóðritara, notaði hugmynd hans
og endurbætti á ýmsa lund, og
árangurinn er þegar orðinn sá,
að þessari kennsluaðferð er beitt
i 105 kennslustofum í Bandaríkj-
unum. Rafeindatækni eru notuð
við kennslu i allflestum greinum,
svo sem hraðritun, mannkyns-
sogu, bókmenntasögu, stærðfræði,
erlendum tungumálum, íþrótta-
kennslu, málfræði og lestri.
Rafeindakennslustofan er til-
tölulega ódýr, og tæki það, sem
myndar uppistöðuna í uppsetn-
ingunni, er venjulegur skrifstofu-
hljóðritari (Dictaphone Time-
Master). Kennarinn hefur tvo,
þrjá eða fleiri slíka hljóðritara
á borðinu hjá sér, og hver nem-
andi hlustar svo á sína lexíu með
litlum heyrnartækjum. Hljóðrit-
uð er lexia á þunnan plaststrimil,
eða Dictabelt. Nemendur geta svo
valið sér lexíu, eftir þvi, hversu
langt þeir eru komnir.
Endurbætur hafa nú verið gerð-
ar á þessu snjalia kennslukerfi,
og hafa æðri skólar tekið upp
svokallað Dictalab-kerfi, og víða
er þessi nýja tækni meginuppi-
staðan í tungumálakennslu í há-
skólum og öðrum æðri mennta-
stofnunum. Reynsla kennara er
sú, að eitt slikt kennslukerfi getur
annað störfum margra lcennara.
Með þessu nýja kennslukerfi fá
þeir, sem leggja stund á erlend-
tungumál, haldbetri þekkingu á
efninu, og námið verður allt
meira „lifandi". Dictalab-tækin
koma að miklu leyti í stað hinn-
ar oft þurru málfræðikennslu.
Nemandinn lærir nú málið í sinni
lifandi mynd, og árangurinn er
óumdeilanleg'ur. Reynsla kenn-
ara er sú, að þeir nemendur, sem
læra með þessari nýju tækni, öðl-
ast betri þekkingu á efninu og
það auk þess á mun skemmri
tíma en til þessa hefur verið
raunin.
Eitt slíkt kerfi er notað við há-
skólann í Memphis í Tennessee.
í kennslustofunni er „miðstöð",
þar sem kennarinn fylgist með
tækjunum, sem að mestu eru þó
sjálfvirk, og 30 básar, sem allir
eru hljóðeinangraðir, en þar
hlusta nemendur hver á sína
lexíu. Kennarinn hljóðritar fyrst
lieilar lexiur, og í kennslustund-
inni eru svo þessar lexiur leikn-
ar fyrir nemendur. Frá miðstöð-
inni getur svo kennarinn haft
beint samband við hvern og einn
í stofunni. Einnig getur svo
kennarinn gengið um stofuna,
fylgzt með nemendum og gefið
j^eim holl ráð, en samtímis því
heldur miðstöðin áfram að senda
frá sér lexíurnar.
Með einu handtaki getur nem-
andinn ýmist hlustað á lexíuna,