Úrval - 01.10.1963, Page 98
110
ÚR VAL
hljóðritað eigin rödd eða haft
samband við kennarann. Þannig
getur nemandinn borið eigin
framburð saman við hinn hljóð-
ritaða framburð, vegið og metið
árangur sinn og þannig náð skjót-
um framförum.
Þetta nýja kerfi hefur ýmis-
legt fram yfir önnur kerfi: áhugi
nemenda hefur aukizt til muna;
nemandinn hefur losnað við all-
ar hömlur og feimni í hinum
einangruðu básum; nemandinn
heyrir aðeins það, sem rétt er og
verður ekki fyrir áhrifum af
röngum framburði bekkjarfélaga
sinna; kennarar geta komizt i
nánara samband við einstaka
nemendur án nokkurrar fyrir-
hafnar, og verður þvi árangurinn
sýnu betri.
Þessi tælci hjálpa ekki einungis
til þess að auka orðaforða og
kenna réttan framburð. Þau opna
fyrir nemendum nýjan og áður
ókunnan lieim; þeir geta hlustað
á sögur, samtöl, kvæði, leikrit og
alls kyns útvarpsefni i básum
sínum.
Eftirfarandi dæmi sýna, hvern-
ig hægt er að nota rafeinda-
kennslustofur i gagnfræða- og
menntaskólum og jafnvel einnig í
harnaskólum.
í Quincy i Massachusetts hefur
menntaskóli þar i bæ komið á
fót tilraunakennslumiðstöð, þar
sem seinþroska og lítt náms-
géfnir nemendur stunda nám
áður en þeir hljóta almenna
kennslu. Hjarta miðstöðvarinnar
er rafeindakennslustofan, sem
kemur jafnvel ónámfúsum og lítt
gefnum nemendum að betra gagni
en þeim, sem eiga auðvelt með
nám. Frú Marie Banks, sem veit-
ir tilraunastöðinni forstöðu,
segir: „Á þennan hátt búum við
lakari nemendur hetur undir
námið, og oft getur slík kennsla
orðið til þess að skapa afreks-
tilfinningu, þannig að nemand-
inn grípur nám sitt fastari tök-
um.“
í kennslustöðinni eru fjórir
hljóðritarar, sem senda til 40
heyrnartækja, þannig að hægt er
að kenna fjórar mismunandi
námsgreinar, án þess að verða
fyrir nókkrum utanaðkomandi
truflunum. Hverjum er sjálfgert,
hvort hann vill læra við þessa
kennslumiðstöð, en flestir nem-
endur gera sér grein fyrir hjálp-
arþörfinni, og margir fara þarna
í tíma tvisvar til þrisvar i viku,
en stunda auk þess nám i hinum
eiginlega skóla.
Á þessu ári voru 72 nemendur
innritaðir í kennslumiðstöðina,
og 20 af þeim lögðu þar stund á
tvær námsgerinar. í fyrra voru
innritaðir þar 70 nemendur, og
var árangurinn ánægjulegur.
Sextíu ncmendanna stóðust próf
í greinum sínum, sem er talsvert,