Úrval - 01.10.1963, Page 100
112
er þeim gefinn kostur á að hlusta
á framhaldslexíur á undan hin-
um. Prönskukennarinn við þenn-
an skóla segir, að áður en þetta
nýja kerfi var tekið upp, hafi
u. þ. b. þriðjungur af þeim, sem
lögðu stund á frönsku og latínu
fallið á prófum. Eftir tilkomu
ÚR VAL
rafeindakennslustofunnar hefur
enginn fallið.
Það er auðljóst, að þessi nýja
kennslutækni á mikla framtíð
fyrir sér, og verður þess líklega
ekki langt að biða, að slík tæki
verði að finna i allflestum skól-
um um heim allan.
Bandaríkjamaður nokkur settist úti í horni setustofu i virðu-
legum herforingjaklúbb í London. Þar sátu fyrir fyrrverandi
brezkur stórfylkishöfðingi og sonur hans, liðsforingi að tign.
Stórfylkishöfðingjanum fannst, að hann ætti kurteisis vegna að
segja eitthvað við Bandaríkjamanninn. Hann var fremur heyrnar-
sljór og ákvað því að leita aðstoðar sonar síns 1 þesu efni. Hann
sagði því við son sinn: „Spurðu þennan náunga, hvort þetta sé
fyrsta heimsókn hans til Englands.“
„Nei,“ hrópaði sonur hans síðan í eyra föður síns, „höfuðs-
maðurinn segir, að hann hafi verið hér með 8. flugdeildinni ár-
ið 1944/
„Einmitt," sagði stórfylkishöfðinginn. „Spurðu hann, hvar
hann hafi þá haft aðsetur sitt.“ Svarið var á þessa leið: „Hann
segist hafa verið i Lincolnshire."
„Spurðu hann, í hvaða hluta Lincolnshire."
„Segist hafa verið nálægt Neðra Hinchingfield."
„Neðra Hinchingfield. Það var skrýtið! Spurðu hann, hvorum
megin í Neðra Hinchingfield."
„Segist hafa verið á flugvellinum nálægt óðalssetrinu í Hinch-
ingfield."
„Ja hérna! Spurðu hann, hvort hann hafi kynnzt lafði Aliciu."
Þegar Bandaríkjamaðurinn var spurður þessarar spurningar,
þaut hann eins og píla upp ú stólnum.
„Hvort ég kynntist henni lafði Aliciu! Þvilík stelpa, maður!
Og „partyin", sem hún hélt! Þvílík „party“, maður! Sú stelpa
var nú villt, maður. . . .“
„Hvað segir þessi náungi?“ spurði stórfylkishöfðinginn.
„Segist hafa þekkt mömmu, pabbi.“